Svipaðar kjarabætur og aðrir og breyttur vinnutími 5. mars 2006 12:30 Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga höfðu fundað stíft síðustu tvo daga en það var eftir sextán tíma fund sem skrifað var undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í morgun. Samningurinn gildir til nóvemberloka árið 2008 og Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vonar að kjarabæturnar dugi til að slökkviliðsmenn verði sáttir á næstunni. Hann segir samninginn á svipuðum nótum og launanefnd sveitarfélaga hafi gert við aðra og þar auki breytist vinnutími stéttarinnar og hugsanlega verði breytingar innan slökkviliðanna sjálfra í framhaldi af því, en það komi í ljós á samningstímanum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa að undanförnu mótmælt seinagangi í viðræðunum með því að vinna ekki þá yfirvinnu sem þeir gerðu áður, en það hefur meðal annars haft áhrif á flutning sjúklinga á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Vernharð segir ekki hafa verið um neinar skipulegar aðgerðir að ræða af hálfu landssambandsins heldur hafi einstaklingar ákveðið að láta óánægju sína í ljós með því að draga úr þeirri miklu yfirvinnu og álagi sem hafi verið á mönnum. Hann vænti þass að fljótlega eftir að samningurinn hafi verið kynntur, en sú vinna hefjist í dag, falli allt í eðlilegt horf. Vernharð reiknar með að atkvæði verði greidd um samninginn í lok vikunnar og þá skýrist hvort boðuðu verkfalli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verður aflýst. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn fá svipaðar kjarabætur og aðrir starfsmenn sveitarfélaga hafa fengið samkvæmt nýjum kjarasamningi sem undirritaður var af fulltrúum þeirra og launanefndar sveitarfélaga í nótt. Þá eru ákvæði um breytingar á vinnutíma. Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og launanefndar sveitarfélaga höfðu fundað stíft síðustu tvo daga en það var eftir sextán tíma fund sem skrifað var undir nýjan kjarasamning klukkan fimm í morgun. Samningurinn gildir til nóvemberloka árið 2008 og Vernharð Guðnason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, vonar að kjarabæturnar dugi til að slökkviliðsmenn verði sáttir á næstunni. Hann segir samninginn á svipuðum nótum og launanefnd sveitarfélaga hafi gert við aðra og þar auki breytist vinnutími stéttarinnar og hugsanlega verði breytingar innan slökkviliðanna sjálfra í framhaldi af því, en það komi í ljós á samningstímanum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa að undanförnu mótmælt seinagangi í viðræðunum með því að vinna ekki þá yfirvinnu sem þeir gerðu áður, en það hefur meðal annars haft áhrif á flutning sjúklinga á milli sjúkrahúsanna í Reykjavík. Vernharð segir ekki hafa verið um neinar skipulegar aðgerðir að ræða af hálfu landssambandsins heldur hafi einstaklingar ákveðið að láta óánægju sína í ljós með því að draga úr þeirri miklu yfirvinnu og álagi sem hafi verið á mönnum. Hann vænti þass að fljótlega eftir að samningurinn hafi verið kynntur, en sú vinna hefjist í dag, falli allt í eðlilegt horf. Vernharð reiknar með að atkvæði verði greidd um samninginn í lok vikunnar og þá skýrist hvort boðuðu verkfalli slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verður aflýst.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sjá meira