Bjóða ókeypis notkun milli innlendra heimasíma 9. mars 2006 09:45 Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald. Gildir einu hvort hringt er í heimasíma í kerfi Og Vodafone eða annarra. Hver einasta mínúta milli heimasíma innanlands er viðskiptavinum í Og1 að kostnaðarlausu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, segir að markmiðið sé að verðlauna þá viðskiptavini sem hafi allt sitt hjá fyrirtækinu. „Til að ganga í vildarklúbb okkar, Og1 þarft þú að vera með farsíma, heimasíma og ADSL tengingu hjá okkur. Við viljum hugsa vel um viðskiptavini okkar og verðlauna þá fyrir þá tryggð sem þeir sýna okkur," segir Árni Pétur. Árni Pétur segir þessi ókeypis símtöl vera töluverð tímamót „Bæði vegna þess að okkar fólki gefst færi á að lækka símakostnað sinn umtalsvert auk þess sem ekki þarf að hafa áhyggjur af mismunandi kostnaði við símtöl á milli kerfa. Og Vodafone hefur leitt samkeppni á íslenska fjarskiptamarkaðinum, fært neytendum betri þjónustu og lækkað verð. Þessi aðgerð er næsta skref áfram á þeirri braut," segir Árni Pétur. Þeir sem nýta sér þjónustu Og1 fá margvíslegan ávinning að auki. Þessir viðskiptavinir geta hringt úr GSM símum sínum heim án þess að greiða mínútugjald; allt að 60 mínútur á sólarhring úr hverjum GSM síma. Einnig fær hvert GSM númer sem er skráð í Og1 fríar 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Þetta er eitthvað sem margir nýta sér til dæmis til að vera í betra sambandi við fólk erlendis. Þá geta þeir einnig nýtt sér tilboð á ADSL þjónustu Og Vodafone. Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira
Og Vodafone býður nú viðskiptavinum sínum, sem nýta sér vildarþjónustuna Og1, að hringja ótakmarkað úr heimasíma sínum í alla innlenda heimasíma án endurgjalds. Þetta er í fyrsta skipti sem boðið er upp á ótakmörkuð ókeypis símtöl milli innlendra heimasíma en viðskiptavinir greiða aðeins óbreytt venjulegt mánaðargjald. Gildir einu hvort hringt er í heimasíma í kerfi Og Vodafone eða annarra. Hver einasta mínúta milli heimasíma innanlands er viðskiptavinum í Og1 að kostnaðarlausu. Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone, segir að markmiðið sé að verðlauna þá viðskiptavini sem hafi allt sitt hjá fyrirtækinu. „Til að ganga í vildarklúbb okkar, Og1 þarft þú að vera með farsíma, heimasíma og ADSL tengingu hjá okkur. Við viljum hugsa vel um viðskiptavini okkar og verðlauna þá fyrir þá tryggð sem þeir sýna okkur," segir Árni Pétur. Árni Pétur segir þessi ókeypis símtöl vera töluverð tímamót „Bæði vegna þess að okkar fólki gefst færi á að lækka símakostnað sinn umtalsvert auk þess sem ekki þarf að hafa áhyggjur af mismunandi kostnaði við símtöl á milli kerfa. Og Vodafone hefur leitt samkeppni á íslenska fjarskiptamarkaðinum, fært neytendum betri þjónustu og lækkað verð. Þessi aðgerð er næsta skref áfram á þeirri braut," segir Árni Pétur. Þeir sem nýta sér þjónustu Og1 fá margvíslegan ávinning að auki. Þessir viðskiptavinir geta hringt úr GSM símum sínum heim án þess að greiða mínútugjald; allt að 60 mínútur á sólarhring úr hverjum GSM síma. Einnig fær hvert GSM númer sem er skráð í Og1 fríar 120 mínútur á mánuði í heimasíma í einu af þeim 30 löndum sem Íslendingar eiga mest samskipti við. Þetta er eitthvað sem margir nýta sér til dæmis til að vera í betra sambandi við fólk erlendis. Þá geta þeir einnig nýtt sér tilboð á ADSL þjónustu Og Vodafone.
Fréttir Innlent Tækni Viðskipti Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Sjá meira