Krafa um ritskoðun – vill Mogginn búa til kreppu? 18. mars 2006 10:19 Einu sinni var krafan að mætti ekki fjalla um stjórnmál nema með jákvæðum hætti - í sumum löndum er það svo enn. Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er sagður hafa tak á níutíu prósentum fjölmiðla í landinu - um daginn var hann í sjónvarpsþætti þar sem hann var loks spurður alvöru spurninga og rauk á dyr í fússi. Nú er krafan hins vegar önnur. Það er allt í lagi að níða stjórnmálamenn í svaðið, tala látlaust um hvað þeir séu ómerkilegir og valdalitlir. Hins vegar er ætlast til þess að um viðskiptalífið sé ekki fjallað nema á mjög jákvæðum nótum. Annars er verið að skemma fyrir hinum hátimbraða hlutabréfamarkaði og hinni glæsilegu útrás. Það talar enginn lengur um það lengur að kaupmenn séu þjófar eins og Krútsjof sagði við Nixon einu sinni, það nefnir enginn Krist þegar hann velti borðum í musterinu eða ríka manninn sem á erfiðara með að komast til himna en úlfaldi gegnum nálarauga. Okurvextir þykja líka í góðu lagi - sá sem kemst upp með að beita þeim er bara sniðugur. Allir eru fullir aðdáunar yfir mönnum sem þéna hundraðföld laun leikskólakennara fyrir - ja, leikskólakennarar þurfa að skeina börnum og klæða í útigalla, þessir náungar færa bara til bréf og tölur. --- --- --- Gagnrýnin beinist aðallega gegn Morgunblaðinu. Það þykir alls ekki nógu jákvætt. Blaðið segir fréttir af misjafnri trú manna á islenska viðskiptaundrinu, einkum í útlöndum. Fyrir vikið er Mogginn gagnrýndur fyrir að framkalla kreppu. Blaðið ætti líklega frekar að stinga þessu undir stól - taka bara þátt í halellújakórnum. En hugmyndin sem maður heyrir víða um samfélagið er semsagt sú að blaðið fari að beita ritskoðun - birti ekki nema það sem er gott fyrir "markaðinn". Það á bara að taka línuna hráa frá greiningardeildum bankanna - sem stundum eru reyndar merkilega nálægt því að vera almannatengsladeildir. Gleymum því ekki að þegar ritskoðun er beitt er það yfirleitt undir því yfirskini að hún sé í þágu þjóðarinnar - réttlætingin er sú að ekki megi koma róti á huga fólksins. --- --- --- Um leið má kannski spyrja: Hvernig er í pottinn búið í kerfi þar sem smáumfjöllum veldur slíkum hræringum? Er það ekki hættulega óstöðugt? Hvað ef einhver alvöru áföll dynja yfir? Annars er dýrkunin á gróða, bisness, viðskiptafrægð orðin slík að það er spurning hvort ekki eigi að láta bankana taka formlega yfir stjórn landsins - fer ekki að verða kominn tími til þess. Þeir hvort sem er ráða mest. Eða kann að vera að þetta sé að verða með einhverjum hætti ógn við lýðræðið? --- --- --- Einhver hallærislegasta grein sem ég hef lesið var þegar Friðrik Sophusson svaraði umfjöllun Guardian um virkjanamál á Íslandi fyrir nokkrum árum - Landsvirkjunarforstjórinn sendi bréf til blaðsins, sem var fullt af spælingu og minnimáttarkennd - hefði kannski þótt gott til síns brúks á innsíðum Morgunblaðsins en virkaði heimóttarlega í hinu stóra breska blaði. Nú vegur Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, í sama knérunn - hann skrifar grein í Börsen. vandar um við blaðið vegna umfjöllunar um íslenskt viðskiptalíf. Í fyrsta lagi: Hvað kemur þetta sendiherranum þetta við? Í öðru lagi: Mega dönsk ekki skrifa það sem þau vilja - líka um Íslendinga? (Og - var ekki Svavar til skamms tíma í liðinu sem trúði því að kaupmenn væru þjófar?) --- --- --- Jón Baldvin sagði í þætti hjá mér fyrir viku að brátt færu kapítalistarnir að æpa á evruna. Stjórnvöld hérna myndu ekki standast það til langframa. Jón Baldvin hefur verið sannspár um margt síðan hann kom heim úr diplómasíunni (hann spáði því líka að varnarliðið myndi hverfa brátt!) - í vikunni skrifaði Friðrik Arngrímsson formaður LÍÚ svo grein í Fréttablaðið þar sem hann mælir með upptöku Evrunnar. Friðrik segir að fyrirtæki í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði hafi liðið fyrir alltof sterkt gengi krónunnar. Friðrik hrósar Valgerði Sverrisdóttur fyrir framgöngu hennar, segir að menn eigi ekki að kippa sér upp við skæting Staksteina Morgunblaðsins: "Helstu rökin fyrir því að við höldum sjálfstæðum gjaldmiðli eru þau að ella misstum við mikilvægt hagstjórnartæki. Það geti verið afar slæmt enda geti hagsveiflan hér verið allt önnur en á evrusvæðinu. Þegar stjórnvöld ákveða stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar án þess að grípa til nauðsynlegra mótvægisaðgerða; gera breytingar á húsnæðislánakerfinu með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að þensla eykst mikið; hækka stýrivexti sem virkar aðeins á lítinn hluta markaðarins en leiðir til spákaupmennsku með gríðarlegri útgáfu útlendinga á skuldabréfum í íslenskum krónum, sem hefur ekkert með íslenskt efnahagslíf eða íslenska hagsveiflu að gera, en styrkir krónuna úr hófi og leiðir til aukinnar neyslu, enn meiri þenslu og stórfellds viðskiptahalla; þá er eðlilegt að velta öllum möguleikum fyrir sér. Stjórnendur og eigendur vel rekinna fyrirtækja sem sjá eigið fé þeirra brenna upp, þurfa að segja upp fólki, draga úr starfsemi, flytja hana úr landi, eða sjá í versta falli fram á gjaldþrot, lifa einfaldlega í öðrum heimi en þeir sem segja að allt sé í himnalagi. Þessir aðilar fagna því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra vill skoða alla möguleika. Ég hvet ráðherrann til bæta við fimmta möguleikanum sem er að taka upp evru einhliða án samninga við Evrópusambandið. Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því sýnist okkur það skynsamlegt. Við eigum þær evrur sem við þurfum m.a.s. til. Þó að ýmsir tali um að það sé ekki trúverðugur kostur þar sem alltaf sé möguleiki á að snúa til baka, þá er trúverðugleiki krónunnar, sem líka má leggja af, minni. Það er öllum ljóst að það að taka upp evru er ekki lausn á öllum okkar vanda. Það eru sveiflur milli gengis evrunnar og annarra mynta sem við seljum í og vaxtaákvörðunartækið getur verið mikilvægt ef því er rétt beitt með öðrum hagstjórnartækjum." --- --- --- KB-banki er ansi sniðugur. Hann tók snúning á falli krónunnar. Keypti evrur fyrir tugi milljarða. Þannig flýtur krónan eins og korktappi í ólgusjó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Einu sinni var krafan að mætti ekki fjalla um stjórnmál nema með jákvæðum hætti - í sumum löndum er það svo enn. Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, er sagður hafa tak á níutíu prósentum fjölmiðla í landinu - um daginn var hann í sjónvarpsþætti þar sem hann var loks spurður alvöru spurninga og rauk á dyr í fússi. Nú er krafan hins vegar önnur. Það er allt í lagi að níða stjórnmálamenn í svaðið, tala látlaust um hvað þeir séu ómerkilegir og valdalitlir. Hins vegar er ætlast til þess að um viðskiptalífið sé ekki fjallað nema á mjög jákvæðum nótum. Annars er verið að skemma fyrir hinum hátimbraða hlutabréfamarkaði og hinni glæsilegu útrás. Það talar enginn lengur um það lengur að kaupmenn séu þjófar eins og Krútsjof sagði við Nixon einu sinni, það nefnir enginn Krist þegar hann velti borðum í musterinu eða ríka manninn sem á erfiðara með að komast til himna en úlfaldi gegnum nálarauga. Okurvextir þykja líka í góðu lagi - sá sem kemst upp með að beita þeim er bara sniðugur. Allir eru fullir aðdáunar yfir mönnum sem þéna hundraðföld laun leikskólakennara fyrir - ja, leikskólakennarar þurfa að skeina börnum og klæða í útigalla, þessir náungar færa bara til bréf og tölur. --- --- --- Gagnrýnin beinist aðallega gegn Morgunblaðinu. Það þykir alls ekki nógu jákvætt. Blaðið segir fréttir af misjafnri trú manna á islenska viðskiptaundrinu, einkum í útlöndum. Fyrir vikið er Mogginn gagnrýndur fyrir að framkalla kreppu. Blaðið ætti líklega frekar að stinga þessu undir stól - taka bara þátt í halellújakórnum. En hugmyndin sem maður heyrir víða um samfélagið er semsagt sú að blaðið fari að beita ritskoðun - birti ekki nema það sem er gott fyrir "markaðinn". Það á bara að taka línuna hráa frá greiningardeildum bankanna - sem stundum eru reyndar merkilega nálægt því að vera almannatengsladeildir. Gleymum því ekki að þegar ritskoðun er beitt er það yfirleitt undir því yfirskini að hún sé í þágu þjóðarinnar - réttlætingin er sú að ekki megi koma róti á huga fólksins. --- --- --- Um leið má kannski spyrja: Hvernig er í pottinn búið í kerfi þar sem smáumfjöllum veldur slíkum hræringum? Er það ekki hættulega óstöðugt? Hvað ef einhver alvöru áföll dynja yfir? Annars er dýrkunin á gróða, bisness, viðskiptafrægð orðin slík að það er spurning hvort ekki eigi að láta bankana taka formlega yfir stjórn landsins - fer ekki að verða kominn tími til þess. Þeir hvort sem er ráða mest. Eða kann að vera að þetta sé að verða með einhverjum hætti ógn við lýðræðið? --- --- --- Einhver hallærislegasta grein sem ég hef lesið var þegar Friðrik Sophusson svaraði umfjöllun Guardian um virkjanamál á Íslandi fyrir nokkrum árum - Landsvirkjunarforstjórinn sendi bréf til blaðsins, sem var fullt af spælingu og minnimáttarkennd - hefði kannski þótt gott til síns brúks á innsíðum Morgunblaðsins en virkaði heimóttarlega í hinu stóra breska blaði. Nú vegur Svavar Gestsson, sendiherra í Kaupmannahöfn, í sama knérunn - hann skrifar grein í Börsen. vandar um við blaðið vegna umfjöllunar um íslenskt viðskiptalíf. Í fyrsta lagi: Hvað kemur þetta sendiherranum þetta við? Í öðru lagi: Mega dönsk ekki skrifa það sem þau vilja - líka um Íslendinga? (Og - var ekki Svavar til skamms tíma í liðinu sem trúði því að kaupmenn væru þjófar?) --- --- --- Jón Baldvin sagði í þætti hjá mér fyrir viku að brátt færu kapítalistarnir að æpa á evruna. Stjórnvöld hérna myndu ekki standast það til langframa. Jón Baldvin hefur verið sannspár um margt síðan hann kom heim úr diplómasíunni (hann spáði því líka að varnarliðið myndi hverfa brátt!) - í vikunni skrifaði Friðrik Arngrímsson formaður LÍÚ svo grein í Fréttablaðið þar sem hann mælir með upptöku Evrunnar. Friðrik segir að fyrirtæki í sjávarútvegi, ferðaþjónustu og iðnaði hafi liðið fyrir alltof sterkt gengi krónunnar. Friðrik hrósar Valgerði Sverrisdóttur fyrir framgöngu hennar, segir að menn eigi ekki að kippa sér upp við skæting Staksteina Morgunblaðsins: "Helstu rökin fyrir því að við höldum sjálfstæðum gjaldmiðli eru þau að ella misstum við mikilvægt hagstjórnartæki. Það geti verið afar slæmt enda geti hagsveiflan hér verið allt önnur en á evrusvæðinu. Þegar stjórnvöld ákveða stærstu framkvæmdir Íslandssögunnar án þess að grípa til nauðsynlegra mótvægisaðgerða; gera breytingar á húsnæðislánakerfinu með þeim fyrirsjáanlegu afleiðingum að þensla eykst mikið; hækka stýrivexti sem virkar aðeins á lítinn hluta markaðarins en leiðir til spákaupmennsku með gríðarlegri útgáfu útlendinga á skuldabréfum í íslenskum krónum, sem hefur ekkert með íslenskt efnahagslíf eða íslenska hagsveiflu að gera, en styrkir krónuna úr hófi og leiðir til aukinnar neyslu, enn meiri þenslu og stórfellds viðskiptahalla; þá er eðlilegt að velta öllum möguleikum fyrir sér. Stjórnendur og eigendur vel rekinna fyrirtækja sem sjá eigið fé þeirra brenna upp, þurfa að segja upp fólki, draga úr starfsemi, flytja hana úr landi, eða sjá í versta falli fram á gjaldþrot, lifa einfaldlega í öðrum heimi en þeir sem segja að allt sé í himnalagi. Þessir aðilar fagna því að iðnaðar- og viðskiptaráðherra vill skoða alla möguleika. Ég hvet ráðherrann til bæta við fimmta möguleikanum sem er að taka upp evru einhliða án samninga við Evrópusambandið. Það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því sýnist okkur það skynsamlegt. Við eigum þær evrur sem við þurfum m.a.s. til. Þó að ýmsir tali um að það sé ekki trúverðugur kostur þar sem alltaf sé möguleiki á að snúa til baka, þá er trúverðugleiki krónunnar, sem líka má leggja af, minni. Það er öllum ljóst að það að taka upp evru er ekki lausn á öllum okkar vanda. Það eru sveiflur milli gengis evrunnar og annarra mynta sem við seljum í og vaxtaákvörðunartækið getur verið mikilvægt ef því er rétt beitt með öðrum hagstjórnartækjum." --- --- --- KB-banki er ansi sniðugur. Hann tók snúning á falli krónunnar. Keypti evrur fyrir tugi milljarða. Þannig flýtur krónan eins og korktappi í ólgusjó.