Flugmálastjórn í stríð við flugumferðarstjóra 19. mars 2006 19:00 Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Yfirmenn Flugmálastjórnar eru komnir í stríð við starfsmenn sína, segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þeir eru mjög ósáttir við nýtt vaktakerfi sem var tekið upp, þrátt fyrir að svipuðu vaktakerfi hafi verið hafnað í kjarasamningum. Nýtt vaktakerfi flugumferðarstjóra var tekið upp hjá Flugmálastjórn síðasta fimmtudag og hefur það valdið mikilli reiði flugumferðarstjóra. Síðasta sumar höfnuðu flugumferðarstjórar nýjum kjarasamningi vegna óánægju með fyrirhugaðar breytingar á vaktakerfi. Þegar nýja vaktakerfið og launagreiðslur vegna þess voru teknar út úr samningnum var hann hins vegar samþykktur. Því þykir flugumferðarstjórum sem nú sé komið í bakið á sér með einhliða breytingu vaktakerfis. "Frá og með fimmtudegi síðast liðnum er komið nýtt vaktakerfi. Það er sett á einhliða og í algjörri óþökk flugumferðarstjóra og það var vitað af yfirmönnum þessarar stofnunar að flugumferðarstjórar sætta sig alls ekki við kerfið," segir Loftur Jóhannsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, og heldur áfram. "Samt er það sett á einhliða og svo virðist vera sem þessi stofnun hafi lýst yfir stríði við þessa starfsmenn sína."Loftur segir að vaktir séu styttar um hálftíma en að á móti bætist ein vakt við á hverjum tólf dögum, eða þrjátíu á ári. Við þetta skerðist frítími flugumferðarstjóra mjög og með því möguleikar þeirra til félagslífs og fjölskyldulífs. Hann segir flugumferðarstjóra mjög reiða og að margir þeirra hafi haft á orði að þeir vinni ekki yfirvinnu af þessum sökum. Auk þess hyggst Félag íslenskra flugumferðarstjóra fara með málið fyrir félagsdóm þar sem félagið telur að með einhliða breytingu vaktakerfis hafi Flugmálastjórn brotið lög.Ekki náðist í flugmálastjóra í dag en hann er erlendis.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira