Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun 29. mars 2006 18:50 Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauch & Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands hefur fullyrt að hann hafi undir höndum gögn sem sanni að það hafi verið útilokað að þýski bankinn hafi átt helmingshlut í Eglu, en aðild bankans var ein af forsendunum fyrir því að S-hópurinn svokallaði, sem Egla var hluti af, fékk að kaupa Búnaðarbankann árið 2003. Vilhjálmur afhenti ríkisendurskoðanda þessi gögn og heyrði uppá stofnunina að leggja á það mat hvort aðild þýska bankans hafi verið yfirvarp - eða að hann hafi verið einskonar leppur í einkavæðingarferlinu. Þetta mat er birt í dag í formi svars tiil fjárlaganefndar þingsins. Það er ekki mikið fjallað um málið í svari Ríkisendurskoðunar en vísað í skjöl sem stofnunin hefur aflað sér, meðal annars fjölda gagna frá Eglu. Eins er vísað til svars frá þýska bankanum um færslu á þessum eignarhlut í bækur félagsins og staðfestingar þar um hjá þýsku endurskoðunarfirma bankans. Tilgreint er jafnframt að þýski bankinn hafi ekki talið þörf á því að tilgreina þessi kaup til þýska fjármálaeftirlitsins þar sem lagaskylda hafi ekki kallað á slíkt. Einnig var leitað álits Stefáns Svavarssonar, löggilts endurskoðanda og dósents við Háskólann í Reykjavík um það hvort lesa mætti útúr reikningsskilum þýska bankans að hann hafi EKKI fjárfest í Eglu. Niðurstaða Stefáns er að reikningsskilin sýni það ekki - en heldur ekki að vísu að bankinn hafi í reynd eignast þennan hlut. Ríkisendurskoðun telur litla ástæðu til að reifa málið ofaní kjölinn en vísar til fylgiskjala og kemst þeirri niðurstöðu að: "....ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauch & Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands hefur fullyrt að hann hafi undir höndum gögn sem sanni að það hafi verið útilokað að þýski bankinn hafi átt helmingshlut í Eglu, en aðild bankans var ein af forsendunum fyrir því að S-hópurinn svokallaði, sem Egla var hluti af, fékk að kaupa Búnaðarbankann árið 2003. Vilhjálmur afhenti ríkisendurskoðanda þessi gögn og heyrði uppá stofnunina að leggja á það mat hvort aðild þýska bankans hafi verið yfirvarp - eða að hann hafi verið einskonar leppur í einkavæðingarferlinu. Þetta mat er birt í dag í formi svars tiil fjárlaganefndar þingsins. Það er ekki mikið fjallað um málið í svari Ríkisendurskoðunar en vísað í skjöl sem stofnunin hefur aflað sér, meðal annars fjölda gagna frá Eglu. Eins er vísað til svars frá þýska bankanum um færslu á þessum eignarhlut í bækur félagsins og staðfestingar þar um hjá þýsku endurskoðunarfirma bankans. Tilgreint er jafnframt að þýski bankinn hafi ekki talið þörf á því að tilgreina þessi kaup til þýska fjármálaeftirlitsins þar sem lagaskylda hafi ekki kallað á slíkt. Einnig var leitað álits Stefáns Svavarssonar, löggilts endurskoðanda og dósents við Háskólann í Reykjavík um það hvort lesa mætti útúr reikningsskilum þýska bankans að hann hafi EKKI fjárfest í Eglu. Niðurstaða Stefáns er að reikningsskilin sýni það ekki - en heldur ekki að vísu að bankinn hafi í reynd eignast þennan hlut. Ríkisendurskoðun telur litla ástæðu til að reifa málið ofaní kjölinn en vísar til fylgiskjala og kemst þeirri niðurstöðu að: "....ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira