Staðan í borginni – vaxtafár – skrítin króna 2. apríl 2006 21:24 Athyglin í baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar beinist nú mjög að "litlu" flokkunum. Gengi þeirra í skoðanakönnunum er vægast sagt lélegt. Þeim mun fleiri atkvæði sem dreifast á þá og falla hugsanlega ónýtt, þeim mun færri atkvæði þarf Sjálfstæðisflokkurinn til að vinna borgina. Flokkurinn gæti jafnvel náð því markmiði með 46-47 prósenta fylgi ef atkvæði hinna flokkanna nýtast illa. Það er verkefni fyrir tölfræðinga að reikna það út. Samfylkingin mun örugglega leggja mikla áherslu á þetta í kosningabaráttunni - að hætt sé við að atkvæði sem eru greidd Framsókn, Frjálslyndum eða VG falli dauð. Þetta mun fara óskaplega í taugarnar á flokkunum þremur - þeir munu svara með því að fólk eigi að fylgja sannfæringu sinni í kosningum. En það gæti vissulega stefnt í að klofningurinn á vinstri vængnum leiði Sjálfstæðismenn til valda í borginni - eins og í þá gömlu góðu daga þegar drottnuðu hér einir áratug eftir áratug í skjóli hinnar frægu glundroðakenningar. --- --- --- Efnahagslífið verður æ skrítnara. Það er furðulegt að heyra menn fagna vaxtahækkun sem felur í sér að vextir eru orðnir ótrúlega miklu hærri en nokkurs staðar í veröldinni - getur maður ekki sagt bjánalega háir? Steingrímur Hermannsson sagði eitt sinn að venjuleg hagfræðilögmál giltu ekki á Íslandi og það var hlegið hátt - svo undir tók árum saman. Nú bendir ýmislegt til þess að Steingrímur hafi haft á réttu á standa - altént heyrir maður óvæntustu menn nota svipuð orð um ástandið í efnahagsmálum eins og það er þessa dagana. Flestir virðast til dæmis sammála um að ekkert sé að marka það sem útlendingar segja um íslenska hagkerfið. Þeir skilji einfaldlega ekki fyrirbærið. Forsætisráðherrann segir fyrir hverja vaxtahækkun að nú sé engin ástæða til að hækka vextina - vaxtahækkun muni koma sér mjög á óvart - en gamli forsætisráðherrann hefur skipt um ham, er kominn í Seðlabankann, búinn að taka niður sólgleraugun sem hann bar árum saman á skopmyndum og er nú mjög þungt í sinni yfir stöðu efnahagsmálanna. --- --- --- Helgi Hjörvar skrifar ágæta grein um efnahagslífið á vef sinn undir yfirskriftinni Einokunarverslun íslensku krónunnar. Þar vekur Helgi meðal annars máls á þeirri einkennilegu staðreynd að margir virðast vera upp með sér yfir athyglinni sem hinn furðulegi gjaldmiðill okkar hefur fengið í útlöndum. Helgi kallar krónuna "matador-mynt". Hann segir ennfremur: "Verðbólguskot, gengissveiflur og mikill vaxtamunur fela í sér skemmtileg tækifæri fyrir fjármálalífið. Þekki maður markaðinn og hafi greiðan aðgang að lánsfé er hægt að spila á þessa þætti einsog fíólín og raka til sín gróðanum. Þeir sem þá veislu þurfa að greiða eru notendur íslensku krónunnar, almenningur og venjulegt atvinnulíf. Þannig verður þetta gósenland spekúlanta sem græða á tá og fingri en almenningur greiðir hæstu vexti í heimi harðánægður með að halda í sína íslensku krónu. Svo tryggir krónan um leið bönkunum tæknihindranir við samkeppni erlendis frá og þeir geta á meðan sagt okkur áfram að þó þeir græði að vísu ofboðslega mikið þá sé það ekki á neinum!!!" --- --- ---Financial Times, Sunday Times og Le Monde birta stórar greinar um vaxtahækkun á Íslandi. Er maður stoltur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Athyglin í baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar beinist nú mjög að "litlu" flokkunum. Gengi þeirra í skoðanakönnunum er vægast sagt lélegt. Þeim mun fleiri atkvæði sem dreifast á þá og falla hugsanlega ónýtt, þeim mun færri atkvæði þarf Sjálfstæðisflokkurinn til að vinna borgina. Flokkurinn gæti jafnvel náð því markmiði með 46-47 prósenta fylgi ef atkvæði hinna flokkanna nýtast illa. Það er verkefni fyrir tölfræðinga að reikna það út. Samfylkingin mun örugglega leggja mikla áherslu á þetta í kosningabaráttunni - að hætt sé við að atkvæði sem eru greidd Framsókn, Frjálslyndum eða VG falli dauð. Þetta mun fara óskaplega í taugarnar á flokkunum þremur - þeir munu svara með því að fólk eigi að fylgja sannfæringu sinni í kosningum. En það gæti vissulega stefnt í að klofningurinn á vinstri vængnum leiði Sjálfstæðismenn til valda í borginni - eins og í þá gömlu góðu daga þegar drottnuðu hér einir áratug eftir áratug í skjóli hinnar frægu glundroðakenningar. --- --- --- Efnahagslífið verður æ skrítnara. Það er furðulegt að heyra menn fagna vaxtahækkun sem felur í sér að vextir eru orðnir ótrúlega miklu hærri en nokkurs staðar í veröldinni - getur maður ekki sagt bjánalega háir? Steingrímur Hermannsson sagði eitt sinn að venjuleg hagfræðilögmál giltu ekki á Íslandi og það var hlegið hátt - svo undir tók árum saman. Nú bendir ýmislegt til þess að Steingrímur hafi haft á réttu á standa - altént heyrir maður óvæntustu menn nota svipuð orð um ástandið í efnahagsmálum eins og það er þessa dagana. Flestir virðast til dæmis sammála um að ekkert sé að marka það sem útlendingar segja um íslenska hagkerfið. Þeir skilji einfaldlega ekki fyrirbærið. Forsætisráðherrann segir fyrir hverja vaxtahækkun að nú sé engin ástæða til að hækka vextina - vaxtahækkun muni koma sér mjög á óvart - en gamli forsætisráðherrann hefur skipt um ham, er kominn í Seðlabankann, búinn að taka niður sólgleraugun sem hann bar árum saman á skopmyndum og er nú mjög þungt í sinni yfir stöðu efnahagsmálanna. --- --- --- Helgi Hjörvar skrifar ágæta grein um efnahagslífið á vef sinn undir yfirskriftinni Einokunarverslun íslensku krónunnar. Þar vekur Helgi meðal annars máls á þeirri einkennilegu staðreynd að margir virðast vera upp með sér yfir athyglinni sem hinn furðulegi gjaldmiðill okkar hefur fengið í útlöndum. Helgi kallar krónuna "matador-mynt". Hann segir ennfremur: "Verðbólguskot, gengissveiflur og mikill vaxtamunur fela í sér skemmtileg tækifæri fyrir fjármálalífið. Þekki maður markaðinn og hafi greiðan aðgang að lánsfé er hægt að spila á þessa þætti einsog fíólín og raka til sín gróðanum. Þeir sem þá veislu þurfa að greiða eru notendur íslensku krónunnar, almenningur og venjulegt atvinnulíf. Þannig verður þetta gósenland spekúlanta sem græða á tá og fingri en almenningur greiðir hæstu vexti í heimi harðánægður með að halda í sína íslensku krónu. Svo tryggir krónan um leið bönkunum tæknihindranir við samkeppni erlendis frá og þeir geta á meðan sagt okkur áfram að þó þeir græði að vísu ofboðslega mikið þá sé það ekki á neinum!!!" --- --- ---Financial Times, Sunday Times og Le Monde birta stórar greinar um vaxtahækkun á Íslandi. Er maður stoltur?