Mótmælaaðgerðir ófaglærðra geti breiðst út um landið 4. apríl 2006 22:00 Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins segja að vel geti farið svo að ófaglært starfsfólk á heilbrigðisstofnunum úti á landi grípi til mótmælaaðgerða eins og setuverkfalls til að knýja á um bætt kjör. Fundað verður með heilbrigðisráðherra í fyrramálið vegna stöðunnar. Ófaglærðir starfsmenn á átta elliheimilum á suðvesturhorninu gripu til setuverkfalls í síðustu viku til þess að vekja athygli á bágum kjörum sínum. Þeir hafa boðað til sams konar verkfalls síðar í þessari viku ef ekki verður komið til móts við kröfur þeirra um sömu laun og fólk fær í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögunum. Þá hafa forsvarsmenn verkalýðsfélaga bent á að við blasi flótti úr störfum á stofnunum ef ekkert verði að gert. Forsvarsmenn Starfsgreinasambandsins hafa leitað eftir viðræðum við yfirvöld vegna málsins og hafa fengið fund með heilbrigðsiráðherra. Signý Jóhannesdóttir, sviðsstjóri opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu, bendir á að munur á launum þeirra sem vinni við umönnun, matseld og ræstingar hjá ríkinu annars vegar og hjá sveitarfélögunum hins vegar geti numið allt að fjörutíu þúsund krónum. Þá segir hún erfiðleika við að manna stöður á heilbrigðisstofnunum ekki bara bundna við elliheimili á höfuðborgarsvæðinu. Starfsgreinasambandið hafi áhyggjur af því að mótmælaaðgerðir geti breiðst út um landið því samanburðurinn á launum sé sá sami, sama hvort menn starfi á höfuðborgarsvæðinu eða annars staðar. Signý segir þó ófaglærða starfsmenn úti á landi eiga minni möguleika á að hverfa til annarra starfa en þá á höfuðborgarsvæðinu. Aðspurð hvort hún eigi von á góðum viðbrögðum frá heilbrigðisráðherra segist Signý ekkert geta sagt til um það. Ef menn vilji leysa vandann verði það ekki gert nema með sameiginlegu átaki í því að færa fjármuni inn í stofnanasamninga sem séu tómir eins og staðan sé í dag.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira