Jane Jacobs, aldraðir ávextir, kynlífskönnun 5. maí 2006 22:06 Simon Jenkins, hinn frábæri dálkahöfundur The Guardian, hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og mjög eindregnar hugmyndir um þau - hann þolir ekki módernisma. Í dag skrifar hann grein um merkiskonuna Jane Jacobs sem er nýlátin. Jacobs er einkum þakkað að stórum hlutum New York, þar á meðal Greenwich Village, var ekki rutt um koll til að byggja hraðbrautir. Hún skrifaði síðan merka bók, undirstöðurit í borgarfræðum, The Death and Life of Great American Cities. Jenkins segir að hún sé einn af vanmetnum snillingum síðustu aldar. Einn lykilþátturinn í pælingum Jacobs eru gangstéttir. Skipulagsfrömuðir eins og Le Corbusier og Lewis Mumford töldu gamlar borgir vera uppsprettu vesaldóms og misréttis, vildu ryðja gömlum húsum burt og byggja upp á nýtt - þetta var draumur um mikilfengleg háhýsi sem skyldu rísa upp úr grænum svæðum og breiðum umferðargötum. Ný og fögur veröld. Borgin átti að vera eins og garður. En þeir gerðu ekki ráð fyrir mannlegu eðli, venjum eða hefðum. Svæði sem enginn hugsar um verða einskismannsland. Rýmið milli háhýsanna reyndist vera alveg lífvana - og í sumum tilfellum hættulegt. Gangstétt er hins vegar svæði fyrir framan hús þar sem býr fólk eða fer fram einhvers konar starfsemi, verslun eða þjónusta. Því er gangstéttin undir einhvers konar eftirliti. Einhver á hlut í henni. Hugmyndir Le Corbusier og módernistanna voru ein birtingarmynd alræðishyggju, draumsins um að skipuleggja líf þegnanna. Hinu gamla skyldi rutt burt vegna þess að það þótti óskynsamlegt. Þeir töldu sig vera að frelsa mannkynið. Öðru nafni heitir þetta félagsverkfræði. Jacobs taldi þvert á móti að réttast væri að láta borgina í friði. Menn yrðu að minnsta kosti að að skilja hvernig hún virkaði. Eitt af því sem gerir borg að borg er hvernig ólíkir hópar blandast saman, þær eru flóknar og leyndardómsfullar. Þetta er lifandi veruleiki, við sjáum til dæmis hvernig döprustu slömm geta rétt úr kútnum og orðið eftirsóttir staðir til að búa á. Hins vegar er víst að aldrei verður hægt að hleypa lífi í íbúðaturna módernismans. Þar vill enginn vera nema hann sé nánast dæmdur til þess. Simon Jenkins segir að Jacobs hafi líkt svona stórum nútímabyggingum við taflmenn - þær fara yfir borgina, drepa eða eru drepnar. --- --- --- Grein í sænska Aftonbladet staðfestir allar verstu grunsemdir sem maður hefur um ávexti, hvers vegna þeir líta svona vel út en eru dauðir og bragðlausir að innan. Í greininni segir að ávextir sem eru seldir í búðum geti verið allt að ársgamlir þegar fólk kaupir þá. Ávextirnir eru meðhöndlaðir með aðferð sem heitir smartfresh, á þá er sprautað efni sem veldur því að þeir virðast vera ferskir. En hugsanlega eru þeir hundgamlir og ógeðslegir. Þess utan er talið að þetta geti valdið krabbameini. Maður veitir því oft athygli hversu sumt af ávöxtunum sem eru seldir hér eru komnir furðulega langvegu, jafnvel kringum hnöttinn, frá Chile eða Nýja-Sjálandi. Það er erfitt að skilja hvers vegna ekki eru fáanlegir ávextir frá nálægari löndum þar sem úir og grúir af aldingörðum. Þetta er ein af ráðgátum hnattvæðingarinnar. --- --- --- Í dag var birt stór könnun um kynlíf sem mun hafa verið gerð í framhaldsskólum. Ég man bara eftir einni reglu sem maður hafði þegar svona kannanir voru lagðar fyrir mann í skóla: Að svara út í hött. Það gerðu allir sem ég þekkti. Kannski var þetta einhvers konar form af borgaralegri óhlýðni, ekki gat maður leyft sér að svara út í hött á prófum. En hugsanlega eru einhver skekkjumörk í svona könnun sem gera ráð fyrir svörum sem eru ekkert annað en útúrsnúningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Simon Jenkins, hinn frábæri dálkahöfundur The Guardian, hefur mikinn áhuga á skipulagsmálum og mjög eindregnar hugmyndir um þau - hann þolir ekki módernisma. Í dag skrifar hann grein um merkiskonuna Jane Jacobs sem er nýlátin. Jacobs er einkum þakkað að stórum hlutum New York, þar á meðal Greenwich Village, var ekki rutt um koll til að byggja hraðbrautir. Hún skrifaði síðan merka bók, undirstöðurit í borgarfræðum, The Death and Life of Great American Cities. Jenkins segir að hún sé einn af vanmetnum snillingum síðustu aldar. Einn lykilþátturinn í pælingum Jacobs eru gangstéttir. Skipulagsfrömuðir eins og Le Corbusier og Lewis Mumford töldu gamlar borgir vera uppsprettu vesaldóms og misréttis, vildu ryðja gömlum húsum burt og byggja upp á nýtt - þetta var draumur um mikilfengleg háhýsi sem skyldu rísa upp úr grænum svæðum og breiðum umferðargötum. Ný og fögur veröld. Borgin átti að vera eins og garður. En þeir gerðu ekki ráð fyrir mannlegu eðli, venjum eða hefðum. Svæði sem enginn hugsar um verða einskismannsland. Rýmið milli háhýsanna reyndist vera alveg lífvana - og í sumum tilfellum hættulegt. Gangstétt er hins vegar svæði fyrir framan hús þar sem býr fólk eða fer fram einhvers konar starfsemi, verslun eða þjónusta. Því er gangstéttin undir einhvers konar eftirliti. Einhver á hlut í henni. Hugmyndir Le Corbusier og módernistanna voru ein birtingarmynd alræðishyggju, draumsins um að skipuleggja líf þegnanna. Hinu gamla skyldi rutt burt vegna þess að það þótti óskynsamlegt. Þeir töldu sig vera að frelsa mannkynið. Öðru nafni heitir þetta félagsverkfræði. Jacobs taldi þvert á móti að réttast væri að láta borgina í friði. Menn yrðu að minnsta kosti að að skilja hvernig hún virkaði. Eitt af því sem gerir borg að borg er hvernig ólíkir hópar blandast saman, þær eru flóknar og leyndardómsfullar. Þetta er lifandi veruleiki, við sjáum til dæmis hvernig döprustu slömm geta rétt úr kútnum og orðið eftirsóttir staðir til að búa á. Hins vegar er víst að aldrei verður hægt að hleypa lífi í íbúðaturna módernismans. Þar vill enginn vera nema hann sé nánast dæmdur til þess. Simon Jenkins segir að Jacobs hafi líkt svona stórum nútímabyggingum við taflmenn - þær fara yfir borgina, drepa eða eru drepnar. --- --- --- Grein í sænska Aftonbladet staðfestir allar verstu grunsemdir sem maður hefur um ávexti, hvers vegna þeir líta svona vel út en eru dauðir og bragðlausir að innan. Í greininni segir að ávextir sem eru seldir í búðum geti verið allt að ársgamlir þegar fólk kaupir þá. Ávextirnir eru meðhöndlaðir með aðferð sem heitir smartfresh, á þá er sprautað efni sem veldur því að þeir virðast vera ferskir. En hugsanlega eru þeir hundgamlir og ógeðslegir. Þess utan er talið að þetta geti valdið krabbameini. Maður veitir því oft athygli hversu sumt af ávöxtunum sem eru seldir hér eru komnir furðulega langvegu, jafnvel kringum hnöttinn, frá Chile eða Nýja-Sjálandi. Það er erfitt að skilja hvers vegna ekki eru fáanlegir ávextir frá nálægari löndum þar sem úir og grúir af aldingörðum. Þetta er ein af ráðgátum hnattvæðingarinnar. --- --- --- Í dag var birt stór könnun um kynlíf sem mun hafa verið gerð í framhaldsskólum. Ég man bara eftir einni reglu sem maður hafði þegar svona kannanir voru lagðar fyrir mann í skóla: Að svara út í hött. Það gerðu allir sem ég þekkti. Kannski var þetta einhvers konar form af borgaralegri óhlýðni, ekki gat maður leyft sér að svara út í hött á prófum. En hugsanlega eru einhver skekkjumörk í svona könnun sem gera ráð fyrir svörum sem eru ekkert annað en útúrsnúningar.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun