Ekkert athugavert við endurgreiðsluna 8. maí 2006 23:30 Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir ekki hægt að bera ákvörðun um endurgreiðslu á hluta fasteignagjalda saman við það að borgarstjórinn í Reykjavík auglýsi viðtalsfundi skömmu fyrir kosningar. Lækkunin er kosningadúsa upp í kjósendur segir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Við sögðum frá því í fréttum að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, hefði sætt gagnrýni af hálfu vefritsins Vefþjóðviljans. Ástæðan var sú að hún hafði látið auglýsa viðtalsfundi sína með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu. Þar var einnig bent á að Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ og bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins hefði verið gagnrýndur fyrir að ákveða skömmu fyrir kosningar að endurgreiða íbúum hluta fasteignagjaldsins. Ragnheiður segir að þarna sé verið að bera saman tvo gjörólíka hluti. Annars vegar auglýsingar borgarstjóra sem hún sé í fullum rétti með. Hins vegar ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að endurgreiða bæjarbúum fasteignagjöld vegna þess að í ljós hafi komið hversu góð staða bæjarins væri. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir að ákvörðun um endurgreiðslu hafi verið kosningadúsa upp í kjósendur. Hann er þó ekki á öðru en að ákvörðunin hafi verið réttlætanleg þó hún hafi verið seint fram komin. Hann furðar sig hins vegar á hversu mjög hafi legið á að samþykkja tillöguna þegar hún kom fram, ekki síst í ljósi þess að tillögum hans í svipaða veru hafi verið hafnað við gerð fjárhagsáætlunar. Þar vísar hann til tillagna um lækkun fasteignagjalda og leikskólagjalda. Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira
Bæjarstjórinn í Mosfellsbæ segir ekki hægt að bera ákvörðun um endurgreiðslu á hluta fasteignagjalda saman við það að borgarstjórinn í Reykjavík auglýsi viðtalsfundi skömmu fyrir kosningar. Lækkunin er kosningadúsa upp í kjósendur segir oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ. Við sögðum frá því í fréttum að Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri í Reykjavík, hefði sætt gagnrýni af hálfu vefritsins Vefþjóðviljans. Ástæðan var sú að hún hafði látið auglýsa viðtalsfundi sína með heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu. Þar var einnig bent á að Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri í Mosfellsbæ og bæjarstjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokksins hefði verið gagnrýndur fyrir að ákveða skömmu fyrir kosningar að endurgreiða íbúum hluta fasteignagjaldsins. Ragnheiður segir að þarna sé verið að bera saman tvo gjörólíka hluti. Annars vegar auglýsingar borgarstjóra sem hún sé í fullum rétti með. Hins vegar ákvörðun bæjarstjórnar Mosfellsbæjar að endurgreiða bæjarbúum fasteignagjöld vegna þess að í ljós hafi komið hversu góð staða bæjarins væri. Jónas Sigurðsson, oddviti Samfylkingarinnar í Mosfellsbæ, segir að ákvörðun um endurgreiðslu hafi verið kosningadúsa upp í kjósendur. Hann er þó ekki á öðru en að ákvörðunin hafi verið réttlætanleg þó hún hafi verið seint fram komin. Hann furðar sig hins vegar á hversu mjög hafi legið á að samþykkja tillöguna þegar hún kom fram, ekki síst í ljósi þess að tillögum hans í svipaða veru hafi verið hafnað við gerð fjárhagsáætlunar. Þar vísar hann til tillagna um lækkun fasteignagjalda og leikskólagjalda.
Fréttir Innlent Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Stj.mál Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fleiri fréttir Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Sjá meira