Útlit fyrir að komið verði til móts við launakröfur 9. maí 2006 12:45 Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Greint var frá því á vef Starfsgreinasambandsins í gær að samninganefnd ríkisins hefði heimilað forstöðumönnum á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum víða um land að hækka laun starfsmanna sinna. Um er að ræða stofnanir sem heyra beint undir ríkið en starfsmenn við umönnun, ræstingar og í eldhúsi fara fram á sambærileg laun og starfsmenn sveitarfélaga í sambærilegum störfum. Fyrir tæpum tveimur vikum var ákveðið að hækka laun ófaglærðra á sjálfseignarstofnunum og samkvæmt Signýju Jóhannesdóttur, sviðsstjóra opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu eiga starfsmenn á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum víða um land, sem heyra beint undir ríkið, að fá svipaðar hækkanir í gegnum stofnanasamninga. Hækkanirnar nemi um 12,55 prósentum frá 1. maí og fjórum prósentum 1. september. Signý segist vona að lausn sé í sjónmáli en enn eigi eftir að gera stofnanasamningana og ekkert sé enn í hendi. Óvíst sé hvort starfsmönnum líki það sem boðið verði upp á. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, vegna málsins. Starfsmenn á Elliheimilinu Víðihlíð í Grindavík og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa boðað setuverkfall á morgun en á báðum stöðum er nú verið að ræða hvort það eigi að aflýsa því í ljósi nýjustu tíðinda. Eins funda starfsmenn á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu næstu daga til þess að taka afstöðu til breytinganna. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Útlit er fyrir að komið verði til móts við launakröfur ófaglærðra starfsmanna á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum sem eru í eigu ríkisins eða þar sem ríkið greiðir laun. Starfsmenn á sumum stofnananna ræða hvort hætta eigi við fyrirhuguð setuverkföll sem boðuð hafa verið. Greint var frá því á vef Starfsgreinasambandsins í gær að samninganefnd ríkisins hefði heimilað forstöðumönnum á heilbrigðis- og öldrunarstofnunum víða um land að hækka laun starfsmanna sinna. Um er að ræða stofnanir sem heyra beint undir ríkið en starfsmenn við umönnun, ræstingar og í eldhúsi fara fram á sambærileg laun og starfsmenn sveitarfélaga í sambærilegum störfum. Fyrir tæpum tveimur vikum var ákveðið að hækka laun ófaglærðra á sjálfseignarstofnunum og samkvæmt Signýju Jóhannesdóttur, sviðsstjóra opinberra starfsmanna hjá Starfsgreinasambandinu eiga starfsmenn á öldrunar- og heilbrigðisstofnunum víða um land, sem heyra beint undir ríkið, að fá svipaðar hækkanir í gegnum stofnanasamninga. Hækkanirnar nemi um 12,55 prósentum frá 1. maí og fjórum prósentum 1. september. Signý segist vona að lausn sé í sjónmáli en enn eigi eftir að gera stofnanasamningana og ekkert sé enn í hendi. Óvíst sé hvort starfsmönnum líki það sem boðið verði upp á. Ekki náðist í Gunnar Björnsson, formann samninganefndar ríkisins, vegna málsins. Starfsmenn á Elliheimilinu Víðihlíð í Grindavík og á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hafa boðað setuverkfall á morgun en á báðum stöðum er nú verið að ræða hvort það eigi að aflýsa því í ljósi nýjustu tíðinda. Eins funda starfsmenn á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu næstu daga til þess að taka afstöðu til breytinganna.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira