208% aukning í sölu á MP3 hringitónum 11. maí 2006 13:32 Sala á MP3 hringitónum hjá Og Vodafone hefur aukist um 208% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 samanborið við fjórða ársfjórðung 2005. Ein helsta ástæðan fyrir aukinni sölu er að nú geta viðskiptavinir einnig sótt sér MP3 hringitóna í gegnum Vodafone live! farsíma. Auk þess geta þeir einnig nýtt sér slíka þjónustu á vefsvæði Og Vodafone. Þá jókst salan í kjölfar Idol stjörnuleitar. Öll lög frá keppninni í Smáralind er að finna sem MP3 hringitóna í Vodafone live! og á www.ogvodafone.is. Hringitónar með Silvíu Nótt hafa ennfremur notið mikilla vinsælda og átt þátt í aukinni sölu í upphafi árs. Og Vodafone hefur lagt enn meiri áherslu á hringitóna til handa viðskiptavinum á þessu ári, einkum eftir að þeim gafst kostur að sækja sér efni í gegnum Vodafone live! efnisgáttina. Meðal annars hefur úrval íslenskra hringtóna stóraukist. Þá hafa miklar útlitsbreytingar á vefsvæði Og Vodafone gert viðskiptavinum mögulegt að ná í efni með enn auðveldari hætti en áður. Og Vodafone hefur einstakan aðgang að íslenskum MP3 hringitónum í samvinnu við D3 sem er efnisveita frétta- og afþreyingarefnis fyrir stafræna miðla. Þar er jafnt um að ræða gamla og góða íslenska tónlist, svo sem frá Bubba Morthens og Spilverki þjóðanna, til nýjustu slagaranna frá Dr. Mister & Mister Handsome og Nylon. "Það er sífellt auðveldara fyrir viðskiptavini að sækja sér hringitóna, einkum eftir að Vodafone live! farsímar komu á markað. Með Vodafone live! er hægt að sækja hringitóna beint í gegnum farsíma en slíkt var áður ekki hægt með einföldum hætti," segir Gísli Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Og Vodafone. Hann segir að styrkleikar Vodafone live! felist í því að þjónustan sé alltaf við hendina, viðmótið einfalt og þægilegt og ekkert sé greitt fyrir að skoða það sem er í boði. "Vodafone live! er því einstök lausn frá Vodafone Group, stærsta farsímafyrirtæki heims, sem viðskiptavinir Og Vodafone njóta góðs af," segir Gísli. Fréttir Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Sala á MP3 hringitónum hjá Og Vodafone hefur aukist um 208% á fyrsta ársfjórðungi ársins 2006 samanborið við fjórða ársfjórðung 2005. Ein helsta ástæðan fyrir aukinni sölu er að nú geta viðskiptavinir einnig sótt sér MP3 hringitóna í gegnum Vodafone live! farsíma. Auk þess geta þeir einnig nýtt sér slíka þjónustu á vefsvæði Og Vodafone. Þá jókst salan í kjölfar Idol stjörnuleitar. Öll lög frá keppninni í Smáralind er að finna sem MP3 hringitóna í Vodafone live! og á www.ogvodafone.is. Hringitónar með Silvíu Nótt hafa ennfremur notið mikilla vinsælda og átt þátt í aukinni sölu í upphafi árs. Og Vodafone hefur lagt enn meiri áherslu á hringitóna til handa viðskiptavinum á þessu ári, einkum eftir að þeim gafst kostur að sækja sér efni í gegnum Vodafone live! efnisgáttina. Meðal annars hefur úrval íslenskra hringtóna stóraukist. Þá hafa miklar útlitsbreytingar á vefsvæði Og Vodafone gert viðskiptavinum mögulegt að ná í efni með enn auðveldari hætti en áður. Og Vodafone hefur einstakan aðgang að íslenskum MP3 hringitónum í samvinnu við D3 sem er efnisveita frétta- og afþreyingarefnis fyrir stafræna miðla. Þar er jafnt um að ræða gamla og góða íslenska tónlist, svo sem frá Bubba Morthens og Spilverki þjóðanna, til nýjustu slagaranna frá Dr. Mister & Mister Handsome og Nylon. "Það er sífellt auðveldara fyrir viðskiptavini að sækja sér hringitóna, einkum eftir að Vodafone live! farsímar komu á markað. Með Vodafone live! er hægt að sækja hringitóna beint í gegnum farsíma en slíkt var áður ekki hægt með einföldum hætti," segir Gísli Þorsteinsson upplýsingafulltrúi Og Vodafone. Hann segir að styrkleikar Vodafone live! felist í því að þjónustan sé alltaf við hendina, viðmótið einfalt og þægilegt og ekkert sé greitt fyrir að skoða það sem er í boði. "Vodafone live! er því einstök lausn frá Vodafone Group, stærsta farsímafyrirtæki heims, sem viðskiptavinir Og Vodafone njóta góðs af," segir Gísli.
Fréttir Tækni Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira