Símhleranir, skoðanakannanir, atkvæðaveiðar 23. maí 2006 20:58 Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur skrifar skynsamlega grein um símhleranir á póstlistann Gammabrekku. Þar segir hann að merkilegt sé að ekki séu neinar upplýsingar um símhleranir á árunum eftir 1968. Þýðir þetta að þá voru engir símar hleraðir - eða kannski að starfseminni var haldið leyndri? Eftir 1968 fór verulega að hitna í kolunum. Styrmir Gunnarsson skrifar leiðara í Morgunblaðið. Honum er málið skylt, gömlum stríðsmanni úr kalda stríðinu. Þannig er tónninn líka í leiðaranum. Styrmir segir símhleranirnar ekki undarlegar, heldur sé skrítið að ekki hafi verið hlerað meira. Styrmir hefur dýpri skilning á þessu en margur maðurinn - hann segir ennfremur í leiðaranum að kominn sé tími til að fólk kynnist því hvernig baráttan í kalda stríðinu var háð. Sjálfur getur hann lagt ýmislegt af mörkum í því efni. Ég hef áður bent á minningargrein um Eyjólf Konráð Jónsson sem Styrmir ritaði í Morgunblaðið 1997. Þar stóð meðal annars:"Eyjólf Konráð Jónsson þekkti ég lítið þar til dag einn fyrir tæpum fjórum áratugum, að æskuvinur minn, Hörður Einarsson hrl., sem leiddi mig til starfa á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, bað mig fara á fund Eykons, eins og hann var jafnan kallaður, hann ætti við mig erindi. Sá fundur var upphafið að ævarandi vináttu, sem aldrei bar skugga á, þótt stundum væri skoðanamunur mikill. Þetta var á þeim árum, þegar gífurleg harka var í kalda stríðinu á milli hins frjálsa heims, undir forystu Bandaríkjanna, og Sovétríkjanna, sem höfðu raðað í kringum sig leppríkjum í Austur-Evrópu og víðar. Þeir sem ekki upplifðu kalda stríðið eins og það var harðast munu aldrei skilja þau viðhorf, sem réðu gerðum manna á þeim árum. Í þessu samtali fékk ég örlitla innsýn í veröld, sem ég vissi ekki að væri til á Íslandi en tengdist þessum alheimsátökum. Eykon bað mig um að taka að mér verkefni, sem ég gerði, en ekki fyrr en að lokinni alvarlegri umhugsun. Því sinnti ég á hans vegum fram eftir Viðreisnaráratugnum. Það starf hafði margvísleg áhrif á pólitíska vígstöðu flokkanna á þessum árum en eins og margt af því, sem gerðist á tímum kalda stríðsins, bíður frásögn af því síðari tíma. Mér varð hins vegar ljóst hve víðtæk og djúp tengsl Eyjólfur Konráð hafði, þá tæplega hálffertugur." --- --- --- Lengi vel birtust engar kannanir á fylgi flokkanna í borginni. Svo er farið að birta kannanir daglega. Sveiflurnar í Gallupkönnunum sem RÚV er að birta eru slíkar að maður á bágt með að taka mark á þeim. Er kannski eitthvað bogið við aðferðafræðina? Altént virðast vera mjög fáir bak við dagsveifluna í könnununum - aðeins rúmlega 200 manns milli sunnudags og mánudags ef tekið er mið af svarhlutfalli og fjölda óákveðinna. Og ef vinnubrögðin eru ekki nógu góð - er stórum fjölmiðlum þá stætt á að slá svonalöguðu upp vikuna fyrir kosningar? Sjálfur hallast ég reyndar að því að banna birtingu skoðanakannana síðustu dagana áður en kosið er. Held það væri bara hollt fyrir lýðræðið. --- --- --- Annars er barist hart um atkvæðin - ég er alls ekki sammála því að þessi kosningabarátta sé daufleg. Hún er miklu áhugaverðari en fyrir fjórum árum þegar Ingibjörg Sólrún og Björn Bjarna voru að kýta og helstu málin voru Geldinganes, Lína-Net og þrætur um fjármál borgarinnar sem aldrei fékkst neinn botn í. Þá var heldur aldrei neinn vafi um hvernig kosningarnar færu. Nú gæti verið spenna langt fram eftir nóttu á laugardaginn. Samfylkingin semdir sms-skeyti, Sjálfstæðisflokkurinn hringir í kjósendur. Það var hringt í konu sem ég þekki og henni tilkynnt að verið væri að hringja í "óflokksbundnar" konur. Hvernig vissi sá sem hringdi að konan tilheyrir ekki stjórnmálaflokki? Svo var hringt í fullorðinn mann sem mér er kunnugur og hann spurður hvernig á því stæði að hann mætti sjaldan á kjörstað? Hvernig vissu þeir það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun
Helgi Skúli Kjartansson sagnfræðingur skrifar skynsamlega grein um símhleranir á póstlistann Gammabrekku. Þar segir hann að merkilegt sé að ekki séu neinar upplýsingar um símhleranir á árunum eftir 1968. Þýðir þetta að þá voru engir símar hleraðir - eða kannski að starfseminni var haldið leyndri? Eftir 1968 fór verulega að hitna í kolunum. Styrmir Gunnarsson skrifar leiðara í Morgunblaðið. Honum er málið skylt, gömlum stríðsmanni úr kalda stríðinu. Þannig er tónninn líka í leiðaranum. Styrmir segir símhleranirnar ekki undarlegar, heldur sé skrítið að ekki hafi verið hlerað meira. Styrmir hefur dýpri skilning á þessu en margur maðurinn - hann segir ennfremur í leiðaranum að kominn sé tími til að fólk kynnist því hvernig baráttan í kalda stríðinu var háð. Sjálfur getur hann lagt ýmislegt af mörkum í því efni. Ég hef áður bent á minningargrein um Eyjólf Konráð Jónsson sem Styrmir ritaði í Morgunblaðið 1997. Þar stóð meðal annars:"Eyjólf Konráð Jónsson þekkti ég lítið þar til dag einn fyrir tæpum fjórum áratugum, að æskuvinur minn, Hörður Einarsson hrl., sem leiddi mig til starfa á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, bað mig fara á fund Eykons, eins og hann var jafnan kallaður, hann ætti við mig erindi. Sá fundur var upphafið að ævarandi vináttu, sem aldrei bar skugga á, þótt stundum væri skoðanamunur mikill. Þetta var á þeim árum, þegar gífurleg harka var í kalda stríðinu á milli hins frjálsa heims, undir forystu Bandaríkjanna, og Sovétríkjanna, sem höfðu raðað í kringum sig leppríkjum í Austur-Evrópu og víðar. Þeir sem ekki upplifðu kalda stríðið eins og það var harðast munu aldrei skilja þau viðhorf, sem réðu gerðum manna á þeim árum. Í þessu samtali fékk ég örlitla innsýn í veröld, sem ég vissi ekki að væri til á Íslandi en tengdist þessum alheimsátökum. Eykon bað mig um að taka að mér verkefni, sem ég gerði, en ekki fyrr en að lokinni alvarlegri umhugsun. Því sinnti ég á hans vegum fram eftir Viðreisnaráratugnum. Það starf hafði margvísleg áhrif á pólitíska vígstöðu flokkanna á þessum árum en eins og margt af því, sem gerðist á tímum kalda stríðsins, bíður frásögn af því síðari tíma. Mér varð hins vegar ljóst hve víðtæk og djúp tengsl Eyjólfur Konráð hafði, þá tæplega hálffertugur." --- --- --- Lengi vel birtust engar kannanir á fylgi flokkanna í borginni. Svo er farið að birta kannanir daglega. Sveiflurnar í Gallupkönnunum sem RÚV er að birta eru slíkar að maður á bágt með að taka mark á þeim. Er kannski eitthvað bogið við aðferðafræðina? Altént virðast vera mjög fáir bak við dagsveifluna í könnununum - aðeins rúmlega 200 manns milli sunnudags og mánudags ef tekið er mið af svarhlutfalli og fjölda óákveðinna. Og ef vinnubrögðin eru ekki nógu góð - er stórum fjölmiðlum þá stætt á að slá svonalöguðu upp vikuna fyrir kosningar? Sjálfur hallast ég reyndar að því að banna birtingu skoðanakannana síðustu dagana áður en kosið er. Held það væri bara hollt fyrir lýðræðið. --- --- --- Annars er barist hart um atkvæðin - ég er alls ekki sammála því að þessi kosningabarátta sé daufleg. Hún er miklu áhugaverðari en fyrir fjórum árum þegar Ingibjörg Sólrún og Björn Bjarna voru að kýta og helstu málin voru Geldinganes, Lína-Net og þrætur um fjármál borgarinnar sem aldrei fékkst neinn botn í. Þá var heldur aldrei neinn vafi um hvernig kosningarnar færu. Nú gæti verið spenna langt fram eftir nóttu á laugardaginn. Samfylkingin semdir sms-skeyti, Sjálfstæðisflokkurinn hringir í kjósendur. Það var hringt í konu sem ég þekki og henni tilkynnt að verið væri að hringja í "óflokksbundnar" konur. Hvernig vissi sá sem hringdi að konan tilheyrir ekki stjórnmálaflokki? Svo var hringt í fullorðinn mann sem mér er kunnugur og hann spurður hvernig á því stæði að hann mætti sjaldan á kjörstað? Hvernig vissu þeir það?