Bankarnir elska þig ekki 24. maí 2006 19:52 Ég hef áður skrifað um það á þessari síðu hversu kapítalið er laust við að vera þjóðhollt - öfugt við það sem margir virðast halda og öfugt við það sem sagt er í auglýsingum. Bankarnir þykjast vera vinir okkar en þegar nánar er að gáð halda þeir úti lánastarfsemi sem er ekki annað en óforskammað okur. Tölur sem segja að íslensk heimili borgi 15 milljarða króna í yfirdráttarvexti á ári eru hrollvekjandi. Þessum lánum er haldið að fólki, yfirdrátturinn kemur fram sem ráðstöfunartekjur á bankareikningum fólks - vextirnir eru allt að 20 prósent, hærri en þekkjast nokkurs staðar á Vesturlöndum, hærri en nokkur okurlánari þorði að heimta á árunum áður en fjármagnsmarkaðurinn var gefinn frjáls. Maður verður að hafa svona í huga þegar maður horfir til dæmis á auglýsingar frá Landsbankanum þar sem koma fram stjórnmálamenn. Bankarnir elska kannski fótbolta, en þeir elska ekki viðskiptavini sína. --- --- --- Annað dæmi er framferði lyfjafyrirtækjanna. Eins og landlæknir bendir á hafa lyfjakeðjurnar engan hag af því að selja ódýr lyf. Hann segir að væri hagkvæmara að senda sjúklinga til Kaupmannahafnar til að kaupa lyf, jafnvel halda þeim uppi á hótelum þar. Þetta er auðvitað ekki annað en fjárplógsstarfsemi hjá einokunarfyrirtækjunum Lyf og heilsa og Lyfju sem hafa lagt undir sig allan lyfjamarkaðinn. Fyrst að svona er hlýtur maður talja að nauðsynlegt sé að endurreisa Lyfjaverslun ríkisins. Lyfjarisarnir eru ekki traustsins verðir. Ekki fremur en til dæmis fyrirtækin sem tóku að sér að reka járnbrautarlestirnar í Bretlandi með þeim afleiðingum að lestakerfið hefur verið lagt í rúst. Einkarekstur getur ekki verið kredda þegar svona stendur á. Hvar er annars Samkeppnissstofnun? --- --- --- Myndin af lóunni á forsíðu Morgunblaðsins sker í hjarta. Smáfuglarnir þjást í þessu árferði, en fólkinu líður illa. Þegar landið verður óbyggilegt vegna kulda er spurning hvort við flytjum í heilu lagi sem þjóð eða hvort við getum látið okkur hverfa smátt og smátt, til dæmis inn í sumarhúsabyggðirnar á Spáni. Við Íslendingar erum svo fámennir að það tæki varla neinn eftir þessu. - svo getum við látið einhverja sjá um útgerðina fyrir okkur, álbræðslu í hverjum firði og ferðaþjónustu á sumrin. Ekki sakar heldur í þessu sambandi hversu verðlagið á Spáni er gott, ekki síst þegar áfengi á í hlut. Æ, nú er ég víst orðinn óþjóðhollur. --- --- --- Grein Gunnars Helga Kristinssonar um pólitískar mannaráðningar er stórmerkileg, hún birtist í nýju vefriti sem nefnist Stjórnmál og stjórnsýsla. Gunnar Helgi þykir með vönduðustu fræðimönnum, ég geri ekki ráð fyrir að bornar verði brigður á þær niðurstöður hans að ráðningar í næstum helming af æðstu stöðum hjá ríkinu séu af pólitískum toga. Stjórnmálaflokkar virðast í aðra röndina starfa eins og vinnumiðlanir - sumir í meira mæli en aðrir Því hefur verið haldið fram að á Íslandi sé engin spilling. Rétt er það að mútur tíðkast ekki hérna, stjórnmálamenn hafa ekki tengsl við skipulagða glæpastarfsemi og kosningasvik þekkjast ekki. Hins vegar er landlægt það sem kallast útnefningaspilling - einkavinir flokkanna eru einatt ráðnir í störf á kostnað fólks sem er hæfara og betur menntað. Það er ömurlegt og á ekki að líðast. --- --- --- Bendi loks á handbók sem Samtök um betri byggð hafa tekið saman vegna kosninganna. Hér er fjallað um ýmis grundvallaratriði í borgarskipulagi á skiljanlegu máli - hluti sem er gott að kynna sér fyrir kosningarnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun
Ég hef áður skrifað um það á þessari síðu hversu kapítalið er laust við að vera þjóðhollt - öfugt við það sem margir virðast halda og öfugt við það sem sagt er í auglýsingum. Bankarnir þykjast vera vinir okkar en þegar nánar er að gáð halda þeir úti lánastarfsemi sem er ekki annað en óforskammað okur. Tölur sem segja að íslensk heimili borgi 15 milljarða króna í yfirdráttarvexti á ári eru hrollvekjandi. Þessum lánum er haldið að fólki, yfirdrátturinn kemur fram sem ráðstöfunartekjur á bankareikningum fólks - vextirnir eru allt að 20 prósent, hærri en þekkjast nokkurs staðar á Vesturlöndum, hærri en nokkur okurlánari þorði að heimta á árunum áður en fjármagnsmarkaðurinn var gefinn frjáls. Maður verður að hafa svona í huga þegar maður horfir til dæmis á auglýsingar frá Landsbankanum þar sem koma fram stjórnmálamenn. Bankarnir elska kannski fótbolta, en þeir elska ekki viðskiptavini sína. --- --- --- Annað dæmi er framferði lyfjafyrirtækjanna. Eins og landlæknir bendir á hafa lyfjakeðjurnar engan hag af því að selja ódýr lyf. Hann segir að væri hagkvæmara að senda sjúklinga til Kaupmannahafnar til að kaupa lyf, jafnvel halda þeim uppi á hótelum þar. Þetta er auðvitað ekki annað en fjárplógsstarfsemi hjá einokunarfyrirtækjunum Lyf og heilsa og Lyfju sem hafa lagt undir sig allan lyfjamarkaðinn. Fyrst að svona er hlýtur maður talja að nauðsynlegt sé að endurreisa Lyfjaverslun ríkisins. Lyfjarisarnir eru ekki traustsins verðir. Ekki fremur en til dæmis fyrirtækin sem tóku að sér að reka járnbrautarlestirnar í Bretlandi með þeim afleiðingum að lestakerfið hefur verið lagt í rúst. Einkarekstur getur ekki verið kredda þegar svona stendur á. Hvar er annars Samkeppnissstofnun? --- --- --- Myndin af lóunni á forsíðu Morgunblaðsins sker í hjarta. Smáfuglarnir þjást í þessu árferði, en fólkinu líður illa. Þegar landið verður óbyggilegt vegna kulda er spurning hvort við flytjum í heilu lagi sem þjóð eða hvort við getum látið okkur hverfa smátt og smátt, til dæmis inn í sumarhúsabyggðirnar á Spáni. Við Íslendingar erum svo fámennir að það tæki varla neinn eftir þessu. - svo getum við látið einhverja sjá um útgerðina fyrir okkur, álbræðslu í hverjum firði og ferðaþjónustu á sumrin. Ekki sakar heldur í þessu sambandi hversu verðlagið á Spáni er gott, ekki síst þegar áfengi á í hlut. Æ, nú er ég víst orðinn óþjóðhollur. --- --- --- Grein Gunnars Helga Kristinssonar um pólitískar mannaráðningar er stórmerkileg, hún birtist í nýju vefriti sem nefnist Stjórnmál og stjórnsýsla. Gunnar Helgi þykir með vönduðustu fræðimönnum, ég geri ekki ráð fyrir að bornar verði brigður á þær niðurstöður hans að ráðningar í næstum helming af æðstu stöðum hjá ríkinu séu af pólitískum toga. Stjórnmálaflokkar virðast í aðra röndina starfa eins og vinnumiðlanir - sumir í meira mæli en aðrir Því hefur verið haldið fram að á Íslandi sé engin spilling. Rétt er það að mútur tíðkast ekki hérna, stjórnmálamenn hafa ekki tengsl við skipulagða glæpastarfsemi og kosningasvik þekkjast ekki. Hins vegar er landlægt það sem kallast útnefningaspilling - einkavinir flokkanna eru einatt ráðnir í störf á kostnað fólks sem er hæfara og betur menntað. Það er ömurlegt og á ekki að líðast. --- --- --- Bendi loks á handbók sem Samtök um betri byggð hafa tekið saman vegna kosninganna. Hér er fjallað um ýmis grundvallaratriði í borgarskipulagi á skiljanlegu máli - hluti sem er gott að kynna sér fyrir kosningarnar.