NYSE og Euronext sameinast 2. júní 2006 09:40 Euronext. MYND/AP Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. Markaðsvirði sameinaðra kauphalla verður 20 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 1.448 milljarða íslenskra króna. Stjórnir beggja kauphalla segja að um samruna „jafningja" sé að ræða. Kauphöllin í New York atti kappi við þýsku kauphöllina, Deutsche Börse, um kaup á Euronext. Bitbeinið stóð hins vegar um höfuðstöðvar markaðarins en stjórn Deutsche Börse krafðist þess að ef yrði af kaupum í Euronext yrðu höfuðstöðvarnar færðar til Frankfurt. Meirihluti hluthafa í Euronext ákvað að ganga til samninga við NYSE, sem bauð hluthöfum samevrópska markaðarins 10 milljarða dali, 724 milljarða íslenskar krónur, auk hluta í NYSE fyrir Euronext. Einn hlutur í NYSE mun jafngilda einum hlut í sameinaðri kauphöll, sem mun eftirleiðis heita NYSE Euronext. Fleiri kauphallir hafa hug á sameiningu til að efla samkeppnisstöðu sína, sér í lagi eftir að rafrænum viðskiptum tók að fjölga. Stjórn Euronext reyndi sjálf að kaupa kauphöllina í Lúndúnum (LSE) í Bretlandi en dró í land þegar bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hóf að auka við hlut sinn í LSE. Nasdaq á nú fjórðungshlut í LSE og er stærsti einstaki hluthafinn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Stjórn kauphallarinnar í New York (NYSE) í Bandaríkjunum hefur ákveðið að kaupa samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext og munu markaðirnir renna saman í einn. Með kaupunum verður til fyrsta kauphöllin sem hefur starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Höfuðstöðvar kauphallarinnar í Bandaríkjunum verður í New York en evrópskar höfuðstöðvar verða í París og Amsterdam. Markaðsvirði sameinaðra kauphalla verður 20 milljarðar Bandaríkjadala, jafnvirði 1.448 milljarða íslenskra króna. Stjórnir beggja kauphalla segja að um samruna „jafningja" sé að ræða. Kauphöllin í New York atti kappi við þýsku kauphöllina, Deutsche Börse, um kaup á Euronext. Bitbeinið stóð hins vegar um höfuðstöðvar markaðarins en stjórn Deutsche Börse krafðist þess að ef yrði af kaupum í Euronext yrðu höfuðstöðvarnar færðar til Frankfurt. Meirihluti hluthafa í Euronext ákvað að ganga til samninga við NYSE, sem bauð hluthöfum samevrópska markaðarins 10 milljarða dali, 724 milljarða íslenskar krónur, auk hluta í NYSE fyrir Euronext. Einn hlutur í NYSE mun jafngilda einum hlut í sameinaðri kauphöll, sem mun eftirleiðis heita NYSE Euronext. Fleiri kauphallir hafa hug á sameiningu til að efla samkeppnisstöðu sína, sér í lagi eftir að rafrænum viðskiptum tók að fjölga. Stjórn Euronext reyndi sjálf að kaupa kauphöllina í Lúndúnum (LSE) í Bretlandi en dró í land þegar bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq hóf að auka við hlut sinn í LSE. Nasdaq á nú fjórðungshlut í LSE og er stærsti einstaki hluthafinn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira