Vorum búnir að skoða Svíana mun betur en þeir okkur 11. júní 2006 17:46 Íslenska landsliðið er taplaust í fyrstu 3 landsleikjunum undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. ©Einar Ólason / E.Ól., "Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum greinilega búnir að skoða Svíanna mun betur en þeir okkur. Það var mjög gott fyrir okkur að fá mjög erfiða leiki á móti Dönunum því við gátum unnið mjög mikið úr mistökunum sem við vorum að gera þar," sagði þjálfarinn Alfreð Gíslason í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir 32-28 sigur íslenska handboltalandsliðsins á Svíum í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. "Við komum Svíunum líka á óvart með því að beita framliggjandi vörninni á hinn kantinn miðað við það sem við vorum að gera í leikjunum við Dani. Við spiluðum leikina við Dani með þrjá mismunandi varnir, 6:0, 5:1 með skyggingu á kantinn og agrissíva 5:1 vörn þannig að þeir höfðu úr mjög miklu að vinna," sagði Alfreð sem lagði greinilega áherslu á að rugla Svíanna í ríminu. "Það sést á markaskorun liðsins í dag að hún er að dreifast á allt liðið og það gerði þeim mjög erfitt fyrir. Umfjöllunin fyrir leikinn var þannig að þeir þurftu að stoppa Óla en það sýndi sig í þessum leik að Óli átti fullt af fínum sendingum en hann var ekki að skora mikið en allir hinir voru að ógna þannig að Svíarnir vissu varla sitt rjúkandi ráð," sagði Alfreð. Spiluðum mjög góðan varnarleik "Ég var mjög ánægður með leik liðsins. Við spiluðum mjög góðan varnarleik og Birkir var að verja á bak við. Við vorum líka að keyra hraðaupphlaupin og það var sorglegt hvernig við fórum með færin til þess að byrja með. Vegna þess að færslan og baráttan í liðinu var það mikil og strákarnir voru að fylgja vel þessum reglum sem við vorum búnir að setja okkur þá var ég aldrei hræddur um að við kæmust ekki inn í leikinn aftur. Við hefðum getað stungið þá af í fyrri hálfleik ef Genzel hefði ekki verið að taka þessi dauðafæri en við sýndum hinsvegar gríðarlegan karakter með því að komast alltaf inn í leikinn aftur og unnum þetta verðskuldað," sagði Alfreð en var sérstaklega ánægður með tvo unga stráka í íslenska liðinu, Einar Hólmgeirsson og Arnór Atlason sem skoruðu saman 11 mörk úr aðeins 17 skotum. "Það er styrkleiki Einars að koma á ferðinni. Hann er fljótur upp og maður sér ekki einu sinni boltann þetta er svo fast hjá honum. Þeir ætluðu að fara að taka út Óla og hann hjálpaði okkur því gífurlega mikið í þessum leik. Það var ekki hægt að stoppa hann í þessum ham því markverðirnir sjá ekki einu sinni boltann," sagði Alfreð um Einar Hólmgeirsson sem spilaði nánast ekkert í leikjunum við Dani (0 mörk í 4 skotum) en skoraði sex stórglæsileg mörk úr aðeins sjö skotum, tvö á lokamínútum fyrri hálfleiks og 4 á lokamínútum seinni hálfleiks. Alfreð lofaði líka Arnór. Spilaði eins og hann væri þrítugur "Arnór var líklega að spila erfuðustu stöðuna á vellinum og hann var með frábæran leik. Hann spilaði eins og hann væri þrítugur var yfirleitt alltaf að taka réttar ákvarðanir og ef tekið er inn í hvað hann er ungur þá er þetta algjör klassi," sagði Alfreð um Arnór Atlason sem var með 5 mörk og 6 stoðsendingar í leiknum "Við komum Svíunum meira á óvart en þeir okkur en við vitum að þeir geta miklu meira en þeir sýndu í þessum leik. Þeir fengu væntanlega áfall, í fyrsta lagi af því að þeir bjuggust ekki við okkur svona sterkum og í öðru lagi héldu þeir að við myndum spila vörnina öðruvísi. Þeir voru búnir að segja fyrir leikinn að Íslendingar ættu enga markmenn en það kom í ljós í dag að Birkir átti frábæran leik og stóð jafnfætis Genzel," sagði Alfreð sem er varkár í yfirlýsingum fyrir seinni leikinn. Þurfum pakkaða höll "Nú fer þetta alveg eftir því hvernig við komum inn í næsta leik. Ég sagði við strákanna að við gætum tapað hér með sex eða sjö mörkum og komist áfram en við gætum einnig unnið með fjórum mörkum og dottið út. Svíarnir eru skipulagðir og vinna vel saman. Við áttum helmingsmöguleika fyrir þessa leiki og það mat mitt hefur ekkert breyst," sagði Alfreð sem vonast eftir miklum stuðningi á laugardaginn. "Við þurfum pakkaða höll og mikinn stuðning og í það minnsta að spila jafnvel og í dag ef við ætlum að forðast það að tapa leiknum," saðgi Alfreð að lokum í viðtali við Geir Magnússon sem lýsti leiknum frá Globen í beinni útsendingu Sjónvarpsins. Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
"Þetta var frábær leikur hjá okkur. Við vorum greinilega búnir að skoða Svíanna mun betur en þeir okkur. Það var mjög gott fyrir okkur að fá mjög erfiða leiki á móti Dönunum því við gátum unnið mjög mikið úr mistökunum sem við vorum að gera þar," sagði þjálfarinn Alfreð Gíslason í viðtali við Geir Magnússon í útsendingu RÚV strax eftir 32-28 sigur íslenska handboltalandsliðsins á Svíum í fyrri umspilsleik þjóðanna um sæti á HM í Þýskalandi 2007. "Við komum Svíunum líka á óvart með því að beita framliggjandi vörninni á hinn kantinn miðað við það sem við vorum að gera í leikjunum við Dani. Við spiluðum leikina við Dani með þrjá mismunandi varnir, 6:0, 5:1 með skyggingu á kantinn og agrissíva 5:1 vörn þannig að þeir höfðu úr mjög miklu að vinna," sagði Alfreð sem lagði greinilega áherslu á að rugla Svíanna í ríminu. "Það sést á markaskorun liðsins í dag að hún er að dreifast á allt liðið og það gerði þeim mjög erfitt fyrir. Umfjöllunin fyrir leikinn var þannig að þeir þurftu að stoppa Óla en það sýndi sig í þessum leik að Óli átti fullt af fínum sendingum en hann var ekki að skora mikið en allir hinir voru að ógna þannig að Svíarnir vissu varla sitt rjúkandi ráð," sagði Alfreð. Spiluðum mjög góðan varnarleik "Ég var mjög ánægður með leik liðsins. Við spiluðum mjög góðan varnarleik og Birkir var að verja á bak við. Við vorum líka að keyra hraðaupphlaupin og það var sorglegt hvernig við fórum með færin til þess að byrja með. Vegna þess að færslan og baráttan í liðinu var það mikil og strákarnir voru að fylgja vel þessum reglum sem við vorum búnir að setja okkur þá var ég aldrei hræddur um að við kæmust ekki inn í leikinn aftur. Við hefðum getað stungið þá af í fyrri hálfleik ef Genzel hefði ekki verið að taka þessi dauðafæri en við sýndum hinsvegar gríðarlegan karakter með því að komast alltaf inn í leikinn aftur og unnum þetta verðskuldað," sagði Alfreð en var sérstaklega ánægður með tvo unga stráka í íslenska liðinu, Einar Hólmgeirsson og Arnór Atlason sem skoruðu saman 11 mörk úr aðeins 17 skotum. "Það er styrkleiki Einars að koma á ferðinni. Hann er fljótur upp og maður sér ekki einu sinni boltann þetta er svo fast hjá honum. Þeir ætluðu að fara að taka út Óla og hann hjálpaði okkur því gífurlega mikið í þessum leik. Það var ekki hægt að stoppa hann í þessum ham því markverðirnir sjá ekki einu sinni boltann," sagði Alfreð um Einar Hólmgeirsson sem spilaði nánast ekkert í leikjunum við Dani (0 mörk í 4 skotum) en skoraði sex stórglæsileg mörk úr aðeins sjö skotum, tvö á lokamínútum fyrri hálfleiks og 4 á lokamínútum seinni hálfleiks. Alfreð lofaði líka Arnór. Spilaði eins og hann væri þrítugur "Arnór var líklega að spila erfuðustu stöðuna á vellinum og hann var með frábæran leik. Hann spilaði eins og hann væri þrítugur var yfirleitt alltaf að taka réttar ákvarðanir og ef tekið er inn í hvað hann er ungur þá er þetta algjör klassi," sagði Alfreð um Arnór Atlason sem var með 5 mörk og 6 stoðsendingar í leiknum "Við komum Svíunum meira á óvart en þeir okkur en við vitum að þeir geta miklu meira en þeir sýndu í þessum leik. Þeir fengu væntanlega áfall, í fyrsta lagi af því að þeir bjuggust ekki við okkur svona sterkum og í öðru lagi héldu þeir að við myndum spila vörnina öðruvísi. Þeir voru búnir að segja fyrir leikinn að Íslendingar ættu enga markmenn en það kom í ljós í dag að Birkir átti frábæran leik og stóð jafnfætis Genzel," sagði Alfreð sem er varkár í yfirlýsingum fyrir seinni leikinn. Þurfum pakkaða höll "Nú fer þetta alveg eftir því hvernig við komum inn í næsta leik. Ég sagði við strákanna að við gætum tapað hér með sex eða sjö mörkum og komist áfram en við gætum einnig unnið með fjórum mörkum og dottið út. Svíarnir eru skipulagðir og vinna vel saman. Við áttum helmingsmöguleika fyrir þessa leiki og það mat mitt hefur ekkert breyst," sagði Alfreð sem vonast eftir miklum stuðningi á laugardaginn. "Við þurfum pakkaða höll og mikinn stuðning og í það minnsta að spila jafnvel og í dag ef við ætlum að forðast það að tapa leiknum," saðgi Alfreð að lokum í viðtali við Geir Magnússon sem lýsti leiknum frá Globen í beinni útsendingu Sjónvarpsins.
Íslenski handboltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Handbolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Heimir staðfastur þrátt fyrir kjaftshögg Szoboszlai Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira