Erlent

Átök milli fótboltaáhugamanna í Dortmund

MYND/AP

Þýska lögreglan handtók í gær nokkur hundruð knattspyrnuáhugamenn eftir að til átaka kom milli þeirra. Fyrstu fimm dagar heimsmeistaramótsins í knattspyrnu höfðu farið friðsamlega fram. Í gær sauð hins vegar upp úr hjá stuðningsmönnum Þjóðverja og Pólverja fyrir leik liðanna sem fram fór í Dortmund. Upptök slagsmálanna virðist mega rekja til aðgerða lögreglu sem skyggði á sjónvörp sem knattspyrnuáhugamenn voru að reyna að fylgjast með. Alls handtók lögreglan um þrjúhundruð manns.

Þessi fyrsta viðureign Þjóðverja og Pólverja virðist vera sú eldfimasta á mótinu til þessa. Þegar nær dró leiknum fór að bera á vísunum í innrás Þjóðverja inn í Pólland í seinni heimsstyrjöldinni og ofsóknunum sem fylgdu á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×