Erlent

Taylor verður fangelsaður í Bretlandi

Bretar hafa lofað því að fangelsa Charles Taylor, fyrrverandi forseta Líberíu, verði hann sakfelldur fyrir stríðsglæpi. Þar með verður hægt að hefja réttarhöld yfir Taylor fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í Hollandi.

Taylor er nú í haldi í Sierra Leone, nágrannaríki Líberu. Ákæran gegn Taylor er í 11 liðum og er hann sakaður um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Hann er sagður hafa stutt við bakið á uppreisnarhópum í Sierra Leone sem munu hafa sent barnunga hermenn út í opinn dauðann og misþyrmt og nauðgað óbreyttum borgurum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×