Erlent

Tugir liggja í valnum eftir átök morgunsins

Lík þeirra sem létust í jarðsprengjuárásinni í fyrradag borin til grafar í bænum Kabithigollewa á Srí Lanka í gær.
Lík þeirra sem létust í jarðsprengjuárásinni í fyrradag borin til grafar í bænum Kabithigollewa á Srí Lanka í gær. MYND/AP

Í það minnsta 37 hafa fallið í heiftarlegum átökum stjórnarhersins á Srí Lanka og Tamíl-tígra í morgun. Formælandi ríkisstjórnarinnar segir að ákveðið hafi verið að ráðast til atlögu gegn Tamílum eftir að 64 borgarar létu lífið í fyrradag þegar rúta sem þeir voru í ók utan í jarðsprengju sem tígrarnir höfðu komið fyrir. Loftárás var gerð á bækistöðvar þeirra í Kilinochi á norðvesturhlutaeyjunnar og bátar eyðilagðir. Þá voru tveir tígrar í kafarabúningum handteknir. Þeir gleyptu hins vegar blásýruhylki og voru fluttir á sjúkrahús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×