Erlent

Sonur síðasta konungs Ítalíu handtekinn

MYND/AP

Ítalska lögreglan handtók í gær Viktor Emmanuel, son Umberto annars, síðasta konungs Ítalíu. Emmanuel er grunaður um að hafa tekið þátt í skipulagðri glæpastarfsemi sem talin er teygja anga sína víða um lönd, meðal annars á sviði vændis. Fleiri nafntogaðir Ítalir voru teknir fastir, þar á meðal talsmaður Gianfrancos Finis, fyrrverandi utanríkisráðherra. Umberto annar varð konungur Ítalíu árið 1946 en mánuði síðar voru hann og fjölskylda hans rekin úr landi þegar Ítalir ákváðu að stofna lýðveldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×