Íranar eru jákvæðir 17. júní 2006 19:00 Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg. Allt frá því að Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kom til Teheran með sáttatilboð Vesturveldanna í farteskinu í síðustu viku hafa þarlend stjórnvöld grandskoðað plaggið. Á meðal þess sem Írönum er boðið fyrir að hætta auðgun úrans er margvísleg aðstoð við þróun kjarnorku til friðsamlegra nota og að Bandaríkjamenn myndu taka beinan þátt í viðræðum við þá. Í gær lýsti Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, því yfir að tillögurnar væru skref í rétta átt og í dag tók Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra í svipaðan streng. Það að Íranar hugleiði tilboð Vesturveldanna svo alvarlega eykur vonir um að kjarnorkudeiluna verði hægt að leysa á friðsamlegan hátt. Klerkastjórnin ætlar hins vegar að taka sér góðan tíma til að svara því. En á meðan áhyggjur af áformum Írana fara dvínandi vex hins vegar spennan á Kóreuskaganum. Þar undirbúa Norður-Kóreumenn að skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug, undir því yfirskini að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Eldflaugin getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna, og því skoruðu Bandaríkjamenn og Japanar á stjórnvöld í Pjongjang í dag að láta af tilraununum. Norður-Kóreumenn eru taldir vera komnir á fremsta hlunn með að koma sér upp kjarnavopnum, ef þeir eru þá ekki þegar búnir að því, en hefur hingað til skort flaugar til að skjóta þeim. Þeir hafa hins vegar ekki gert tilraunir með eldflaugar síðan 1999. Erlent Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira
Vonir glæddust um lausn á kjarnorkudeilunni við Írana vegna yfirlýsinga um að þeir vilji skoða sáttatilboð Vesturveldanna af mikilli alvöru. Fregnir af eldflaugatilraunum Norður-Kóreumanna vekja hins vegar talsverðan ugg. Allt frá því að Javier Solana, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, kom til Teheran með sáttatilboð Vesturveldanna í farteskinu í síðustu viku hafa þarlend stjórnvöld grandskoðað plaggið. Á meðal þess sem Írönum er boðið fyrir að hætta auðgun úrans er margvísleg aðstoð við þróun kjarnorku til friðsamlegra nota og að Bandaríkjamenn myndu taka beinan þátt í viðræðum við þá. Í gær lýsti Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, því yfir að tillögurnar væru skref í rétta átt og í dag tók Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra í svipaðan streng. Það að Íranar hugleiði tilboð Vesturveldanna svo alvarlega eykur vonir um að kjarnorkudeiluna verði hægt að leysa á friðsamlegan hátt. Klerkastjórnin ætlar hins vegar að taka sér góðan tíma til að svara því. En á meðan áhyggjur af áformum Írana fara dvínandi vex hins vegar spennan á Kóreuskaganum. Þar undirbúa Norður-Kóreumenn að skjóta á loft langdrægri tilraunaeldflaug, undir því yfirskini að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Eldflaugin getur dregið sex þúsund kílómetra, eða allt til borga á vesturströnd Bandaríkjanna, og því skoruðu Bandaríkjamenn og Japanar á stjórnvöld í Pjongjang í dag að láta af tilraununum. Norður-Kóreumenn eru taldir vera komnir á fremsta hlunn með að koma sér upp kjarnavopnum, ef þeir eru þá ekki þegar búnir að því, en hefur hingað til skort flaugar til að skjóta þeim. Þeir hafa hins vegar ekki gert tilraunir með eldflaugar síðan 1999.
Erlent Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Sjá meira