Erlent

Ástandið í Sómalíu

MYND/AP

Sameinuðu þjóðirnar kanna hvort ástandið í Sómalíu sé tryggt eftir mannskæð átök undanfarið. Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna halda til höfuðborgarinnar, Mogadishu, seinna í vikunni til að ræða við fulltrúa íslömsku dómstólanna sem náðu völdum í borginni fyrr í mánuðinum.

Friðarviðræðurnar verða þær fyrstu milli fulltrúa Sameinuðu þjóðanna og íslömsku dómstólanna síðan þeir náðu völdum í stórum hluta Suður- Sómalíu. Afríkusambandið hafði áður samþykkt að senda fulltrúa til að meta aðstæður með það fyrir augum að senda friðargæsluliða til landsins. En íslömsku dómstólarnir eru algerlega á móti komu friðargæsluliða til Sómalíu. Óstjórn hefur verið í landinu í fimmtán ár og engin starfhæf ríkisstjórn. Undanfarnar vikur hafa átökin í landinu verið óvenju hörð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×