Erlent

Þjóðvarðliðar sendir til New Orleans

Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, huggar ættingja fórnarlambanna eftir blaðamannafund í gær.
Ray Nagin, borgarstjóri í New Orleans, huggar ættingja fórnarlambanna eftir blaðamannafund í gær. MYND/AP

Borgarstjórinn í New Orleans í Bandaríkjunum kallaði eftir aðstoð þjóðvarðliða í gær svo hægt yrði að stöðva öldu ofbeldis í borginni. Fimm ungmenni voru skotnir til bana við bifreið sína um liðna helgi og er árásin sú mannskæðasta í New Orleans í 11 ár.

Skömmu síðar var maður stunginn eftir að til átaka kom á knæpu í borginni. Hann lést af sárum sínum. Borgarstjórinn segir hættu á að glæpagengi takin völdin í borginni sem er enn að jafna sig eftir fellibylinn Katrínu í fyrra.

Á fjórða hundrað þjóðvarðliðar og lögreglumenn eru væntanlegir til borgarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×