Erlent

Einn stofnenda ETA handtekinn

Julen de Madariaga, einn stofnenda ETA, var meðal þeirra sem voru handteknir.
Julen de Madariaga, einn stofnenda ETA, var meðal þeirra sem voru handteknir. MYND/AP

Einn stofnenda ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, var meðal þeirra 12 sem handteknir voru í Frakklandi og á Spáni í dag þegar áhlaup var gert á höfuðstöðvar glæpasamtaka í löndunum tveimur.

Samtökin hafa, að sögn innanríkisráðuneytis Spánar, staðið að skipulagðri glæpastarfsemi og kúgun.

Fyrir þremur mánuðum tilkynntu fulltrúar ETA að samtökin ætluðu að leggja niður vopn fyrir fullt og allt eftir að hafa barist fyrir því að fá að stofna sjálfstætt ríki á Norður-Spáni og í Suðvestur-Frakklandi í tæpa fjóra áratugi.

Stjórnvöld segja handtökunar ekki hafa áhrif á viðræður við Baska.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×