Erlent

Listasafn opnað með viðhöfn í París

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, við opnun safnsins í dag.
Jacques Chirac, Frakklandsforseti, við opnun safnsins í dag. MYND/AP

Jacques Chirac, Frakklandsforseti, opnaði í dag nýtt listasafn í París. Þetta mun vera fyrsta stóra safnið sem tekið er í notkun þar í borg í frá því 1977 þegar Pompidou safnið var opnað.

Í nýja safninu verður að finna listaverk frá Asíu, Afríku, Eyjaálfu og Suður-Ameríku. Einhver verkanna koma frá fyrrverandi nýlendum Frakklands.

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var meðal þeirra tignu gesta sem voru viðstaddir opnun safnsins í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×