Erlent

Ótryggt ástand í Sri Lanka

Lögreglumenn við eftirlit í Sri Lanka.
Lögreglumenn við eftirlit í Sri Lanka. MYND/AP

Ástandið í Sri Lanka er ótryggt eftir þá óöld sem þar hefur ríkt. Á annað hundrað manns hafa látið lífið í árásum Tamíl-tígra og stjórnarhersins síðustu daga.

Uppreisnarmenn Tamíltígra sögðust í yfirlýsingu í dag ætla að virða þá beiðni yfirvalda í Sri Lanka um að vopnahlé frá árinu 2002 taki gildi á ný. Ofbeldi hefur aukist á eyjunni undanfarinn mánuð og nú segjast tígrarnir vilja lægja þá ófriðaröldu og segjast munu tryggja öryggi norrænna friðargæsluliða.

Þorfinnur Ómarsson, talsmaður Friðargæslunnar í Sri Lanka, segir ástandið hafa verið mjög slæmt síðustu daga, sér í lagi eftir að hátt í sjötíu manns fórust í árás á strætisvagn fyrir nokkrum dögum.

Ómögulegt er að spá fyrir um hvort það náist að koma á friði og ró í landinu, en brýnt þykir að koma stríðandi fylkingum að samningaborðinu svo hægt sé að finna lausn.

Þeir bjartsýnustu telja yfirlýsinguna frá Tamíl-tígrum í dag um að virða vopnahlé merki um að skriður gæti komist á friðarferlið. Þeir svartsýnustu spá því að borgarstyrjöld muni brjótast út á nýjan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×