Innlent

Útspil ríkistjórnarinnar hafi valdið vonbrigðum

Útspil ríkisstjórnarinnar í gær, til samkomulags á vinnumarkaði, olli forystu ASÍ miklum vonbrigðum og telja menn þar á bæ að afturkippur sé kominn í málið.

ASÍ menn segja hugmyndir um ný skattleysismörk allt of lágar, ríkið hafni tillögu um nýtt skattþrep fyrir láglaunafólk og sömu leilðis að breyta umdeildum lífeyrisréttindum ráðherra og þingmanna, sem veitti þeim réttindi, langt umfram það sem gerist á almennum markaði. Á formannafundij ASÍ í gærkvöldi kom fram að ríkið yrði að ganga mun lengra en það býður, ef samkomulag eigi að takast. ASÍ og Samtök atvinnulífsins náðu hinsvegar samkomulagi í gær um ýmsa þætti sem varða framlengingu kjarasamninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×