Erlent

Tilgreinir hver tuttugasti flugræninginn átti að vera

Fawaz-al-Nashimi, sem átti að taka þátt í árásunum 11. september 2001, samkvæmt al-Qaida.
Fawaz-al-Nashimi, sem átti að taka þátt í árásunum 11. september 2001, samkvæmt al-Qaida. MYND/AP

Al-Qaida hryðjuverkasamtökin hafa tilgreint hver var tuttugasti maðurinn sem taka átti að taka þátt í flugránunum 11. september 2001.

Sá mun vera Sádi að nafni Fawaz al-Nashimi og átti upphaflega að vera í hópnum sem rændi flugvél United Airlines sem hrapaði í Pennsylvanínu daginn örlagaríka. Á myndbandi sem al-Qaida hefur sent frá sér réttlætir al-Nashimi árásir á Vesturlönd. Þar eru einnig myndir af árás á olíustöð í Sádi-Arabíu árið 2004 sem hann tók þátt í en þar létust tuttugu og tveir, flestir erlendir ríkisborgarar. Al-Hashimi var drepinn í byssubardaga við öryggissveitir í Sádi-Arabíu skömmu síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×