Erlent

Átta menn ákærðir fyrir að myrða Íraka

Stewart Navarre, starfsmannastjóri hjá sjóhernum, svarar spurningum blaðamanna vegna ákæranna í San Diego í gær.
Stewart Navarre, starfsmannastjóri hjá sjóhernum, svarar spurningum blaðamanna vegna ákæranna í San Diego í gær. MYND/AP

Bandaríski sjóherinn tilkynnti í gær að sjö hermenn og einn sjóliði hefðu verið ákærðir fyrir að myrða íraskan borgara í Hamdania í apríl síðastliðnum.

Allir voru þeir einnig ákærðir fyrir mannrán, samsæri, þjófnað og að ljúga í framburði sínum. Mönnunum er gefið að sök að hafa dregið íraskan borgara út af heimili sínu og skotið hann til bana án þess að maðurinn hafi ögrað þeim eða gefið neina ástæðu til ofbeldis. Aðspurður um skaðabætur sem sjóherinn hefur greitt til fjölskyldu fórnarlambsins, sagði talsmaður sjóhersins að þetta væri hefð en fæli ekki í sér neina staðfestingu á sekt mannanna






Fleiri fréttir

Sjá meira


×