Erlent

Kröfðust fullkomins prentfrelsis í Rússlandi

MYND/AP

Áætlað er að fimm til sjö hundruð manns hafi safnast saman í Moskvu til að krefjast fullkomins prentfrelsis í landinu þar sem fólkið segir ríkisvaldið stjórna fjölmiðlum með harðri hendi. Í mótmælunum tóku þátt fulltrúar flestra stjórnarandstöðuflokkana, allt frá frjálslyndum til hins róttæka bolsévíkaflokks. Fulltrúi bolsévika sagði að þar sem allar sjónvarpsrásir í Rússlandi væru í eigu ríkisins væri ekkert sem heitið gæti prentfrelsi í landinu. Mótmælendurnir sögðu að með tökum sínum á fjölmiðlum reyndi ríkisstjórnin að hindra að stjórnarandstöðuflokkarnir kynntu sjónarmið sín á vettvangi fjölmiðla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×