Erlent

Átök lögreglu og landtökufólks í Perú

Til átaka kom milli lögreglu og landtökumanna í útjaðri Lima, höfuðborgar Perú, í gær. Fólkið hafði reist sér bráðabirgðahúsnæði á svæðinu og var lögregla send til að reka það á brott og jafna húsin við jörðu. Ekkert leyfi hafði fengist fyrir því að byggja hús þarna en þau voru reist fyrir sex árum.

Landsvæðið er í eigu heilbrigðisráðuneytisins í Perú og var ætlun ráðamanna að byggja sjúkarhús á lóðinni. Fólkið lét grjóthnullungum og spítnabraki rigna yfir lögreglumenn sem gripu til þess ráðs að nota táragas til að yfirbuga fólkið. Sjö munu hafa slasast í átökunum en ekki er vitað til þess að nokkur hafi verið handtekinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×