Erlent

Forsætisráðherrann reiðubúinn að segja af sér

Miri Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor
Miri Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor MYND/AP

Forsætisráðherra Austur-Tímor, Miri Alkatiri, segist reiðubúinn að segja af sér embættinu. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi í morgun en tilkynningin þykir koma mjög á óvart.

Margir halda því fram að Alkatiri beri ábyrgð á ófriðinum sem ríkt hefur í höfuðborginni, Dili, undanfarnar vikur og hafa krafist afsagnar hans. Þúsundir manna fóru meðal annars í mótmælagöngu í borginni í gær til að þrýsta á afsögn forsætisráðherrans sem hingað til hefur neitað staðfastlega að fara frá völdum.

Ófriðurinn sem hefur geisað í landinu undanfarið hefur kostað tuttugu og einn lífið en upphaf hans má rekja til átaka sem blossuðu upp milli stjórnarhers landsins og fyrrverandi hermanna fyrir nokkrum vikum þegar helmingur hersins var rekinn fyrir að fara í verkfall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×