Erlent

Herforingi féll á Sri Lanka

Af vettvangi í morgun.
Af vettvangi í morgun. MYND/AP

Herforingi í stjórnarher Srí Lanka féll í sjálfsmorðssprengjuárás nærri Kólombo, höfuðborg landsins, í morgun. Þrír hermenn eru einnig sagðir hafa fallið í árásinni. Lögreglan í Kólombó segir árásarmennina hafa verið fleiri en einn, án þess að greina frá hversu margir þeir voru, og þeir hafi keyrt á vélhjólum upp að bifreið fórnarlambanna.

Talsmaður hersins segir skæruliðahreyfingu Tamíl-tígra hafa staðið á bak við árásina, en enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Mikil átök hafa átt sér stað á milli stjórnarhersins á Srí Lanka og Tamíl-tígra undanfarnar vikur og er óttast að ástandið eigi enn eftir að versna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×