Alkatiri segir af sér 26. júní 2006 13:00 Afsagnar Alkatiris var krafist á föstudaginn og um helgina. MYND/AP Forsætisráðherra Austur-Tímor hefur sagt af sér embætti svo hægt verði að tryggja frið í landinu. Þetta tilkynnti hann óvænt á blaðamannafundi í höfuðborginni Dili í morgun. Forsætisráðherrann fráfarandi hefur verið gerður ábyrgur fyrir mannskæðum átökum í landinu síðustu vikur. Miri Alkatiri, forsætisráðherra, hefur verið sagður bera ábyrgð á því ófriðarbáli sem kviknaði í höfuðborginni fyrir nokkrum vikum. Í mars rak hann sex hundruð hermenn fyrir það að hafa farið í verkfall til að knýja fram betri kjör. Þá kom til átaka á götum úti sem kostuðu minnst 30 manns lífið. Auk þess hafa 15 þúsund manns þurft að flýja heimili sín. Átökin eru þau mannskæðustu frá því landið fékk sjálfstæði fyrir sjö árum. Hátt í þrjú þúsund friðargæslumenn frá Ástralíu komu þá til landsins. Forsætisráðherrann fráfarandi hefur hingað til ekki ljáð máls á því að víkja og setið sem fastast. Það var svo í síðustu viku sem Xanana Gusmao, forseti landsins, fór þess á leit við Alkatiri að hann segði af sér ellegar ætlaði Gusmao sjálfur, sem nýtur mikilla vinsælda, að víkja. Þá hótun dró hann þó til baka. Í gær sagði svo Jose-Ramos Horta utanríkisráðherra af sér. Auk alls þessa tóku þúsundir manna þátt í mótmælagöngu í gær þar sem afsögn Alkatiris var krafist. Hann virðist þá hafa séð sæng sína uppreidda og ákveðið að víkja. Það er svo stjórnarflokks landsins að velja eftirmann hans í embætti. Erlent Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Forsætisráðherra Austur-Tímor hefur sagt af sér embætti svo hægt verði að tryggja frið í landinu. Þetta tilkynnti hann óvænt á blaðamannafundi í höfuðborginni Dili í morgun. Forsætisráðherrann fráfarandi hefur verið gerður ábyrgur fyrir mannskæðum átökum í landinu síðustu vikur. Miri Alkatiri, forsætisráðherra, hefur verið sagður bera ábyrgð á því ófriðarbáli sem kviknaði í höfuðborginni fyrir nokkrum vikum. Í mars rak hann sex hundruð hermenn fyrir það að hafa farið í verkfall til að knýja fram betri kjör. Þá kom til átaka á götum úti sem kostuðu minnst 30 manns lífið. Auk þess hafa 15 þúsund manns þurft að flýja heimili sín. Átökin eru þau mannskæðustu frá því landið fékk sjálfstæði fyrir sjö árum. Hátt í þrjú þúsund friðargæslumenn frá Ástralíu komu þá til landsins. Forsætisráðherrann fráfarandi hefur hingað til ekki ljáð máls á því að víkja og setið sem fastast. Það var svo í síðustu viku sem Xanana Gusmao, forseti landsins, fór þess á leit við Alkatiri að hann segði af sér ellegar ætlaði Gusmao sjálfur, sem nýtur mikilla vinsælda, að víkja. Þá hótun dró hann þó til baka. Í gær sagði svo Jose-Ramos Horta utanríkisráðherra af sér. Auk alls þessa tóku þúsundir manna þátt í mótmælagöngu í gær þar sem afsögn Alkatiris var krafist. Hann virðist þá hafa séð sæng sína uppreidda og ákveðið að víkja. Það er svo stjórnarflokks landsins að velja eftirmann hans í embætti.
Erlent Fréttir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira