Erlent

Mona Lisa fær rödd

Engin veit af hverju Móna Lísa brosir svo lúmskt.
Engin veit af hverju Móna Lísa brosir svo lúmskt.

Síðustu fimm hundruð árin hefur Móna Lísa brosað sínu leyndardómsfulla brosi án þess að mæla orð af munni. Þangað til nú.

Að minnsta kosti hafa vísindamenn við Japönsku hljóðfræðistofnunina búið til það sem þeir telja vera rödd þessarar íbyggnu konu, konunnar sem Leonardo da Vinci gerði ódauðlega með pensli sínum árið 1506. Þeir grandskoðuðu beinabygginguna í andliti hennar og mötuðu svo tölvu á upplýsingunum. Það dugði þó ekki til að endurskapa röddina af því að þættir á borð við líkamshæð hafa þar nokkuð að segja líka. Með því að mæla lengd fingra hennar komust þeir að því að hún hafi verið um einn metri og sjötíu sentimetrar á hæð. Allar þessar upplýsingar voru svo keyrðar saman við risastóran gagnabanka sem geymir raddir 150.000 manna og sú rödd sem best passaði var látin mæla á nútímaítölsku.

Þótt við vitum kannski hvernig rödd Mónu Lísu hljómaði þá erum við samt engu nær svarið við stærsta leyndarmáli hennar, söguna á bak við brosið íbyggna. Og sjálfsagt mun svo verða um ókomna tíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×