Erlent

Sprengjan var ekta

Norðmaðurinn, sem fannst gyrtur sprengjubelti á bílastæði í einu af úthverfum Stokkhólms í gær, kom til Svíþjóðar fyrir helgi til að innheimta fíkniefnaskuld. Innheimtan virðist hins vegar hafa snúist upp í andhverfu sína því manninum var rænt og honum haldið í íbúð í hverfinu þar sem hann sætti barsmíðum og öðrum misþyrmingum. Að því er sænska blaðið Expressen hermir hefur lögreglan handtekið eiganda íbúðarinnar en hann er þekktur í fíkniefnaheimi Stokkhólms. Tveggja manna er hins vegar enn leitað. Rannsókn á beltinu leiddi í ljós að sprengiefnið í beltinu var ósvikið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×