Erlent

Skógarbjörninn skotinn

Bruno mun ekki ónáða íbúa Bæjaralands meir.
Bruno mun ekki ónáða íbúa Bæjaralands meir. MYND/AP

Björninn Bruno, sem þvælst hefur um fjallahéruð Bæjaralands undanfarnar vikur, var felldur í dag. Bruno kom frá Ítalíu í síðasta mánuði og hafa þýskir og austurrískir bændur verið nokkuð uggandi um ferðir hans. Björninn hafði látið mannfólkið í friði en þess í stað herjað á sauðfénað og kanínur og eyðilagt nokkur býflugnabú í leit að hunangi. Drápið á skógarbirninum hefur mælst misjafnlega fyrir, dýraverndunarsinnar hafa mótmælt því harðlega og sagt að vel hefði mátt deyfa dýrið og flytja það þangað sem engin hætta stafaði af því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×