Erlent

Olmert fer ekki að kröfum mannræningja

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á ríkisstjórnarfundi í fyrradag.
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, á ríkisstjórnarfundi í fyrradag. MYND/AP

Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, neitaði í morgun að láta palestínska fanga lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn sem herskáir Palestínumenn rændu í fyrradag.

Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs er nú mjög eldfimt. Ísraelsk stjórnvöld hafa hótað grimmilegum hefndaraðgerðum verði hermaðurinn ekki látinn laus þegar í stað.

Tveir hermenn og þrír herskáir Palestínumenn féllu í átökunum þegar hermaðurinn var numinn á brott. Tugum ísraelskra skriðdreka var komið fyrir á Gaza strax eftir mannránið og hefur bæst jafnt og þétt í heraflann síðan.

Þá var eldflaugaárás gerð á ísraelska rafstöð á Gaza-ströndinni í gærkvöld þar sem einn Ísraelsmaður særðist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×