Erlent

Forseti Austur-Tímor fundar með ráðherrum landsins

Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, sagði af sér í gær en mikil óöld hefur ríkt þar síðustu vikurnar.
Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, sagði af sér í gær en mikil óöld hefur ríkt þar síðustu vikurnar. Mynd/AP

Gusmao, forseti Austur-Tímor, átt í morgun fund með helstu ráðherrum í ríkisstjórn landsins. Þar var rædd skipan bráðabirgðastjórnar en Alkatiri, forsætisráðherra, sagði af sér í gær. Hann var sagður bera ábyrgð á óöld í landinu síðustu vikur sem hefur kostað á þriðja tug manna lífið. Búist er við að viðræður forsetans við ráðherra standi langt fram eftir degi og að erfiðlega gangi að komast að samkomulagi um hver eigi að taka við af Alkatiri. Þó er talið að sátt náist um skipan Jose Ramos-Horta, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem ásmt Gusmao forseta vann friðarverðlaunahafa Nóbels 1996. Hann ætlar þó aðeins að taka við embættinu ef allt annað bregst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×