Erlent

Evrópuráðið gagnrýnir leynifangelsin

Dick Marty.
Dick Marty. MYND/AP

Evrópuráðið gagnrýndi harðlega í ályktun sinni í dag þau lönd sem rekið hafa leynifangelsi eða heimilað fangaflug bandarísku leyniþjónustunnar CIA um lofthelgi sína. Ráðið tekur þannig undir skýrslu svissneska þingmannsins Dicks Martys frá því fyrr í mánuðinum þar sem staðhæft var að leynifangelsi hefðu verið starfrækt í Rúmeníu og Póllandi og fangaflutningar hefðu farið um alls fjórtán lönd - Ísland er þó ekki þar á meðal. Ríkisstjórnir nokkurra Evrópulanda voru í ályktuninni átaldar fyrir að vísa ásökunum strax á bug án þess að rannsaka þær svo nokkru næmi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×