Ísraelsher ræðst inn á Gaza-svæðið 28. júní 2006 09:00 MYND/AP Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram. Erlent Fréttir Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Ísraelsher hefur tekið sér stöðu við Rafah á suður hluta Gaza-svæðisins. Herinn réðst inn á Gaza seint í gærkvöldi með það fyrir augum að frelsa ungan, ísraelskan hermann sem hefur verið í haldi herskárra Palestínumanna síðan á sunnudaginn. Árás Ísraelshers er gerð inna við sólahring eftir að tilkynnt var um samkomulag milli Hamas-liða, sem leiða heimastjón Palestínumanna, og Fata-hreyfingar Mahmouds Abbas, forseta. Samkvæmt samkomulaginu er stefnt að því að stofna sjálfstætt ríki Palestínu á Vesturbakka Jórdanar og Gazasvæðinu. Ekki er formlega minnst á landsvæði sem teljist til Ísraelsríkis. Samkvæmt samkomulaginu fær Abbas umboð til friðarviðræðna við Ísraelsmenn. Stjórnmálaskýrandi BBC segir þó lítið í samkomulaginu sem bendi til þess að friðarferlið sé að komast á skrið. Það var senn í gær sem Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á þrjár brýr og raforkuver á suðurhluta Gaza-svæðisins. Við það fór rafmagn af stórum hluta þess landsvæðis. Þá var skriðdrekum ekið yfir landamærin og þeim fylgdu landgönguliðar. Ekki er vitað hve margir hermenn taka þátt í aðgerðunum en takmarkið er aðeins eitt, að frelsa nítján ára gamlan hermann sem herskáir Palestínumenn tóku höndum í árás á varðstöð á sunnudaginn. Talsmaður hersins segir að aðgerðum verði hætt og herliði snúið heim þegar því takmarki verði náð. Hermennirnir hafa komið sér fyrir rétt fyrir utan Rafah og ætla að halda til þar og koma upp eftirlitsstöðvum. Þeir sem hafa hermanninn unga í haldi hafa heitið upplýsingum um hvar hann er í haldi ef palestínskar konur og börn, sem eru í haldi Ísraelsmanna, verði látin laus úr fangelsum. Því hafa ísraelsk stjórnvöld hafnað. Innan við ár er síðan Ísraelsher kallaði herlið sitt frá Gaza og flutti landtökumenn á brott. Síðan þá hafa flugskeytaárásir verið gerðar á víxl og hafa þær kostað mörg mannslíf. Einn leiðtoga Hamas sagði í útvarpsávarpi í nótt að Palestínumenn ættu að grípa til vopna og ráðast gegn innrásarliðinu. Annar hópur herskárra Palestínumanna hótaði í morgun að myrða landtökumenn sem þeir sögðust hafa tekið höndum á Vesturbakkanum ef Ísraelsmenn halda innrás sinni áfram.
Erlent Fréttir Mest lesið Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Stórhríð og foktjón í vændum Veður Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira