Erlent

Óeirðir í Austur-Tímor í nótt

Brennandi hús í Dili í morgun
Brennandi hús í Dili í morgun MYND/AP

Óeirðir í Dili, höfuðborg Austur-Tímor, í nótt benda til þess að hættuástand þar í landi sé ekki liðið hjá þó Mari Alkatiri, forsætisráðherra, hafi sagt af sér fyrr í vikunni. Hópar ungmenna létu grjóthnullungum rigna yfir búðir þar sem flóttamenn halda til og lögðu eld að fjölmörgum húsum víðsvegar um borgina. Ástralskir friðargæsluliðar hröktu um hundrað óeirðaseggi frá flóttamannabúðunum. Ekki er vitað hvort nokkur særðist.

Alkatiri hefur verið kennt um að hafa kveikt það ófriðarbál sem hefur logað í landinu síðan hópur hermanna var rekinn fyrir að fara í verkfall. Minnst þrjátíu hafa fallið. Stuðningsmenn Alkatiris hlýddu á ræðu hans í gær þar sem hann hvatti þá til að safnast saman í Dili næstu daga. Hann sagði andstæðinga sína standa að baki ofbeldisverkum síðustu vikna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×