Örlög Ordkla Media, sem íslendingar sóttust eftir að eignast á dögunum, eru ráðinn. Breska fjárfestingarfélagið Mecom Group hefur keypt norska fjölmiðlarisann. Dagsbrún var í hópi sex fyrirtækja sem lýst höfðu áhuga á að kaupa Orkla Media en ekkert varð úr þeim áformum. Orkla Media gefur meðal annars út Berlinske Tidende.

