Erlent

Ferð Discovery frestað

Mynd/AP
Líkur eru á að ekki verði hægt að skjóta Discovery-geimflauginni á loft, eins og fyrirhugað var, um helgina. Ætlun NASA, Geimferðastofnunar Bandaríkjanna, var að koma flauginni út í geim síðdegis á laugardag en vegna skýjafars við Canaveral-höfða, þar sem geimskotið á að fara fram, eru um sextíu prósent líkur á því að fresta þurfi skotinu. Þó er mögulegt að af því geti orðið einhvern næstu daga á eftir. Ef af geimskotinu verður er það aðeins í annað sinn sem NASA skýtur geimflaug á loft frá því Columbia-geimflaugin fórst fyrir þremur árum með sjö innanborðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×