Erlent

Spænsk stjórnvöld ræða við ETA

Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, tilkynnir að spænsk stjórnvöld ætli að hefja friðarviðræður við ETA.
Jose Luis Rodriguez Zapatero, forsætisráðherra Spánar, tilkynnir að spænsk stjórnvöld ætli að hefja friðarviðræður við ETA. MYND/AP

Stjórnvöld á Spáni hafa ákveðið að hefja friðarviðræður við Frelsissamtök Baska, ETA. Zapatero, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti um þetta í dag.

Hann varaði við því að viðræðurnar ættu eftir að taka langan tíma og án efa reynast erfiðar. Innanríkisráðherra landsins verður síðan falið að upplýsa þing Spánar um framgang viðræðnanna.

ETA tilkynnti í mars að samtökin ætluðu að leggja niður vopn sín fyrir fullt og allt. Baskar vilja stofna sjálfstætt ríki í Norður-Spáni og Suðvestur-Frakklandi. Síðan 1968 hafa 850 manns týnt lífi í hryðjuverkum sem ETA hefur staðið fyrir og átökum þeim tengdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×