Erlent

Hollenska ríkisstjórnin segir af sér

MYND/AFP

Forsetisráðherra Hollands, Jan Peter Balkenende, tilkynnti í dag að ríkisstjórn sín ætli að segja af sér eftir að þrír ráðherrar samsteypustjórnarinnar sögðu sig úr henni.

Mikið ósætti hefur verið innan stjórnarinnar eftir að Rita Verdonk, innflytjendaráðherra svipti fyrrverandi þingkonuna Hrisi Ali ríkisborgararétti á þeim forsendum að hún hefði logið til um nafn þegar hún kom til landsins árið 1992 en sú ákvörðun var dregin til baka í fyrradag.



Ríkisstjórn Balkenende hefur verið við völd í þrjú ár en hún segir af sér formlega á morgun. Líklegt þykir að kosningar verði haldnar fljótlega.

Hirsi Ali er fædd og uppalin í Sómalíu. Hún er heims kunn fyrir andstöðu sína við íslamska öfgamenn. Hún hefur verið undir lögregluvernd vegna líflátshótana íslamskra öfgamanna til margra ára.Hún skrifaði meðal annars handrit myndarinnar Auðmýkt sem kvikmyndagerðamaðurinn Theo van Gogh leikstýrði og var myrtur í kjölfar sýninga hennar árið 2004 en myndin vakti mikla gremju meðal múslíma.

Hirsi afneitaði íslamskri trú sinni og hefur oft gagnrýnt múslíma í Hollandi fyrir að halda í íslamskar hefðir og samlagast ekki hollenska samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×