Erlent

Ferð Discovery verður ekki frestað

MYND/AP

Stjórnendur bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, segja að hægt verði að skjóta Discovery-geimflauginni á loft um laugardaginn eins og fyrirhugað er. Þeir segjast vissulega þurfa að taka tillit til veðurs en það eigi þó ekki að tefja áæltað geimskot.

Þetta verður þá í fyrsta sinn í tæpt ár sem flauginni er skotið á loft. Það sem einna helst hefur valdið áhyggjum er að á hverjum degi er hætta á þrumuveðri á Flórída en geimflauginni verður skotið frá Canaveral-höfða.

Veðurfræðingar segja aðeins 40% líkur á því að veður verði hagstætt fyrir geimskot á laugardaginn og fram í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×