Erlent

Ökumenn kúgaðir í Peking

Lögreglan í Peking í Kína varaði í gær ökumenn við óvenjulegri fjárkúgunarstarfsemi sem hópur manna hefur orðið uppvís að þar í borg. Þeir hafa nefnilega stundað það að valda árekstrum við ökumenn utanbæjarbíla og heimta svo háar upphæðir í skaðabætur.

Í flestum tilvikum hefur þrjótunum tekist að fá "landsbyggðarökumennina", ef svo má kalla þá, til að fallast á að þeir hafi verið í órétti og því skaðabótaskyldir.

Lögreglan í Peking segist hafa staðfestar upplýsingar um meira en 1200 tilvik slíkra fjársvika á undanförnum tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×