Erlent

14 drukknað í flóðum í Kína

MYND/AP

Að minnsta kosti 14 hafa druknað og jafn margir slasast í flóðum í suð vestur hluta Kína síðustu tvo daga. Mikið hefur rignt á svæðinu og hefur úrkoma mælst 10-15 cm.

Nú liggur fyrir að 21 týndi lífi í skyndiflóðum í Mið-Kína fyrir tæpri viku. Áður var talið að 11 hefðu farist en 6 er enn saknað.

Rigningatímabil í Kína varir frá júní og fram í lok ágúst. Úrkoman það sem af er þessu ári hefur verið töluvert meiri en í meðalári.

Tæplega 200 hafa farist síðan síðla í maí og um milljón manns þurft að yfirgefa heimili sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×