Gott skipulag er gulli betra 1. júlí 2006 10:00 Mynd/hh Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
Hef aðeins verið að spá í allt skipulagið sem fylgir svona hátíð. Þetta er ekkert lítið batterí, 75.000 tónleikagestir, 180 hljómsveitir og hellingur af ýmiskonar uppákomum þar að auki. Þeir eru vissulega í æfingu danirnir enda er þetta er þrítugastaogsjötta festivalið sem haldið er. 22.000 sjálfboðaliðar vinna á hátíðinni, enda er varla hægt að þverfóta hér fyrir "appelsínugula" fólkinu sem vill manni bara vel. Svo er skemmtilegur andi sem svífur hér yfir í litla "festivalsbænum", lögð áhersla á að ganga vel um og að allir hugsi vel um sig og aðra. Allur ágóði rennur til mannúðar- og menningarmála, en í ár er lögð áhersla á að vinna gegn þrælahaldi og er þar lögð áhersla á aðstoða íbúa Kambdíu. Veit ekki hvað svæðið er stórt, en hér er sko að finna ýmislegt annað en tónleikasvið. T.d veitingastaði, sirkus bíó, karókí ferðabíl frá alnæmissamtökunum, fatabúðir, koteilbari og dansstaði, vatn sem má fiska í, netkaffihús, nuddstofu, apótek, það er meira að segja hægt að fara á fræðslufundi og læra sögu. Nei ég er ekki búin að fara, en hver veit. Hvert atriði er þaulskipulagt. Maður fær bara í hendur eina góða þykka bók, biblíu festivalsins og manni eru allir vegir færir. Hvar maður baðar sig, tannburstar, grillar, tjillar, gerir þarfir sínar, horfir á bíómynd, syngur í karokí, hittir vinina ef maður týnist, fær sér að borða, drekka, kaupir sér spariföt nú eða bara bjór í glas. Allt einfalt og þægilegt og ekkert stress.Tónleikasvæðið og tjaldstæðið er aðskilið með girðingu og auðvelt að komast á milli þeirra ef það sem maður vill sjá kemur upp á sama tíma. Það er líka margt annað sem er auðvelt, t.d að kaupa sér sex bjóra í einu og halda á þeim í "bréfatösku", svo má líka stytta sér stundirnar og týna upp notuð glös en fyrir 30 stk má fá einn kaldann. Ég held að hér séu flestir frá Norðurlöndunum, norðmenn, svíar og e.t.v Þjóðverjar eru hvað mest áberandi á þeim svæðum sem ég hef komið. Í nótt þegar ég sofnaði voru t.d sönglandi norðmenn hægrameginn við tjaldið og íslendingar vinstrameginn. Það er þetta sem gerir svona hátíð skemmtilega, hvernig allir eru einhvernveginn saman, maður þekkir engann, en samt eru allir vinir manns. Hér er líka skemmtileg blanda af fólki, allt frá jakkafataklæddum mönnum með bindi, til nakta mannsins með slagorð málað á bakið á sér, öll flóran eins og sagt er.. Jæja rokin útí góða veðrið… Hilsen, Hadda
Hróarskelda Lífið Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira