Erlent

Discovery á loft í kvöld

Góðar líkur eru á að geimferjunni Discovery verði skotið á loft frá Canaveral-höfða í Flórída í kvöld. Slæm veðurspá undanfarinna daga hefur batnað mikið og þrumuveðrið á svæðinu er nánast gengið niður. Sérfræðingar Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA segja ferðina ákaflega þýðingarmikla því ef upp koma svipuð vandkvæði við hitaeinangrun ferjunnar og síðasta sumar er útlit fyrir að geimferjunum verði lagt fyrir fullt og allt. Frá því að geimferjan Kólumbía fórst í febrúar 2003 með sjö geimförum innanborðs hefur NASA varið hátt í hundrað milljónum króna til endurbóta á ferjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×